Author Topic: Vinnudagur 1. apríl 2017  (Read 5177 times)

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Vinnudagur 1. apríl 2017
« on: March 29, 2017, 00:10:57 »
Það verður vinnudagur á Kvartmílubrautinni laugardaginn 1. apríl kl. 10-16

Það er miklu meira gaman að taka þátt í æfingum og keppni á brautinni í sumar eftir að hafa lagt sitt að mörkum við undirbúning og uppbyggingu aksturssvæðis klúbbsins með hinum félögunum.
Sýnum nú hvað í okkur býr!

https://www.facebook.com/events/1072074746231182/


Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: Vinnudagur 1. apríl 2017
« Reply #1 on: March 31, 2017, 13:37:05 »
Minnum á vinnudaginn á morgun, laugardag 1. apríl 2017.

Áhugasamir eru velkomnir!

Við ætlum að lagfæra guardrail á kvartmílubraut, setja lagnir fyrir tímatökubúnað við kvartmílubraut í jörð, standsetja stjórnstöð og tína rusl og grjót 

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: Vinnudagur 1. apríl 2017
« Reply #2 on: April 01, 2017, 21:45:12 »
Klúbburinn þakkar þeim félagsmönnum sem komu í dag og lögðu sitt af mörkum á flottum vinnudegi.
Þá þökkum við Tæki.is fyrir endurgjaldslausa lánið á gröfunni.

Það var tekið til, skipulagt og þrifið í stjórnstöðinni og mikið af pappír var fælaður í svörtum plastpoka.
Við losuðum og skiptum um skemmda bita í guardraili og drógum upp bogna staura sem þarf að endurnýja.
Fjarlægðum guardrail hægra megin við tenginguna á hringakstur en fyrirhugað er að færa það að tímaskiltum.
Þá er stefnt að því í sumar að setja fræs frá malbiki að guardraili hægra megin og að mön vinstra megin.
Grófum skurð fyrir kapla tímatökubúnaðar svo að hægt verði að setja fræs yfir.
Þá var sett upp eftirlitsmyndavélakerfi sem á eftir að auðvelda okkur að fylgjast með svæðinu.
Hugað var að uppsetningu veðurstöðvar sem mæli hitann og sýni okkur veðuruppýsingar í rauntíma sem og niðursetningu hitanema sem mæli hitann í brautinni í startinu.

Takk fyrir daginn

PS Við ætlum að hittast aftur á morgun sunnudag og ljúka við að setja lagnir i jörðu.
« Last Edit: April 01, 2017, 21:57:26 by SPRSNK »

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: Vinnudagur 1. apríl 2017
« Reply #3 on: April 01, 2017, 22:39:08 »
Framhaldsvinnudagur sunnudag 2. apríl kl. 10-15

https://www.facebook.com/events/1863030267280716/