Author Topic: Árshátíð Kvartmíluklúbbsins 2017  (Read 3129 times)

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Árshátíð Kvartmíluklúbbsins 2017
« on: January 29, 2017, 00:15:45 »
Árshátíð Kvartmíluklúbbsins verður haldin laugardaginn 11. febrúar í félagsheimili klúbbsins í Hafnarfirði.

Mæting er stundvíslega kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00.
Miðaverði verður stillt í hóf 6.990 kr. - miðasölu lýkur 8. febrúar 2017
Hægt er að greiða með tvennum hætti:
Fara í vefverslun klúbbsins og greiða þar http://kvartmila.is/is/product/midi-a-arshatid-kk
eða millifæra á bankareikning klúbbsins:
Reikningsnúmerið er: 0544-26-111199, kt.: 660990-1199
Til að staðfesta skráningu þarf að senda tölvupóst með nafni og fjölda á jonbjarni@kvartmila.is
Salurinn okkar tekur 60 manns í sæti.
 
Skemmtinefndin hefur setið sveitt við að skipuleggja hin ýmsu skemmtiatriði til að gera kvöldið ógleymanlegt.
Facebook viðburinn má finna hér: https://www.facebook.com/events/167530463703254/

Kvartmíluklúbburinn selur guðaveigar af ýmsum gerðum á mjög vægu verði, svo enginn ætti að þurfi að drösla neinu með sér.  Klúbburinn býður upp á gos.
 
Hér að neðan má sjá glæsilegan matseðil, að þessu sinni verður það í hlaðborðsstíl.
 
Forréttur
Villisveppasúpa

Aðalréttur
Lambafille og parmavafin kjúklingabringa

Meðlæti
Kartöflukryddbátar, ferskt rótargrænmeti og ferskt salat.
 
Eftirréttur
Heit súkkulaðikaka með ferskum berjum og ís.