Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Sandspyrna 23. október 2016

(1/4) > >>

SPRSNK:
Athugið keppnin hefur verið færð frá laugardegi til sunnudags

Fyrirhugað er að vígja sandspyrnubrautina á akstursíþróttasvæði Kvartmíluklúbbsins þennan dag ef að framkvæmdum við brautina verður lokið.
Við höldum bikarmót í sandspyrnugljúfrinu.

Sunnudaginn 23. október 2016 fer fram fyrsta sandspyrnukeppni Kvartmíluklúbbsins á akstursíþróttasvæði klúbbsins. Skráningu lýkur laugardaginn 22. október kl. 18:00.

 Til að taka þátt þarftu að hafa:
 Gilt ökuskírteini
 Skoðaðan bíl/mótorhjól
 Hjálm
 Vera meðlimur í akstursíþróttaklúbb innan AKÍS eða MSÍ
 Skráð ökutæki þurfa vátryggingarviðauka en óskráð keppnistæki þurfa að vera með tryggingar

 Þeir flokkar sem í boði fyrir bíla eru eru:
http://www.ais.is/wp-content/uploads/2013/04/Fylgiskjal3-Sandspyrna.pdf

 Fyrir hjólin eru eftirtaldir flokkar:
http://kvartmila.is/is/page/motorhjolareglur

 Skráningarfrestur.
 Formlegri skráningu lýkur laugardaginn 22. október kl. 18:00

 Keppnisgjöld:
 Skráning telst ekki gild fyrr en keppnisgjöld hafa verið greidd
 Bílar: Keppnisgjald 7.000 kr., innifalið er keppnisskírteni
 Mótorhjól: Keppnisgjald 6.000 kr., innifalið er keppnisskírteni

 Keppnisgjöld er hægt að greiða á tvo vegu:
 Annarsvegar kaupa keppnisgjaldið í gegnum vefverslunina okkar eða leggja inn á klúbbinn.
 Vefverslun - http://kvartmila.is/is/vorur
 Reikningsnúmerið er: 0544-26-111199 Kennitala: 660990-1199
 Vinsamlegast setjið kennitölu keppanda með í skýringu

 Ef þú hefur áhuga á að taka þátt vinsamlegast fylltu út eftirfarandi form:
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSdcE376toThKuptabGQpDISm1fB_v4tZhK-js8GlpHxTFtXqg/viewform

 Ef vandamál koma upp með skráningu, vinsamlegast hafðu samband við undirritaðan.

 Dagskrá:
 10:00 Mæting keppanda
 10:00 Skoðun hefst
 10:30 Pittur lokar
 11:00 Skoðun lýkur
 11:10 Fundur með keppendum
 11:25 Vígsluathöfn
 11:30 Tímatökur hefjast
 13:20 Tímatökum lýkur
 13:50 Keppendur mættir við sín tæki
 14:00 Keppni hefst
 16:00 Keppni lýkur - Kærufrestur hefst
 16:30 Kærufrestur liðinn
 Verðlaunaafhending verður haldin á vígsluhátíð klúbbsins í félagsheimilinu um kvöldið. Þar heldur hljómsveitn Sandspyrnuhreyfingin uppi fjörinu fram eftir kvöldi/nóttu!

 Nánari upplýsingar
 í síma 8473217 eða í E-maili: jonbjarni@kvartmila.is

Lenni Mullet:
Hvað er samt málið með að hafa þetta á fimmtudegi ?

Þarna er strax búið að útiloka keppendur af landsbyggðinni  #-o

Kristján Stefánsson:
Það kemur samt fram hér að ofan að keppnin sé á laugardeginum 15. Okt !  :D

SPRSNK:

--- Quote from: Lenni Mullet on September 26, 2016, 10:59:57 ---Hvað er samt málið með að hafa þetta á fimmtudegi ?

Þarna er strax búið að útiloka keppendur af landsbyggðinni  #-o

--- End quote ---

Hvaða dagatal ert þú að skoða Lenni?

SPRSNK:
Okkur þykir leitt að tilkynna að við þurfum að fresta vígslunni á sandspyrnunni sem fara átti fram 15. oktober.
Veður síðustu daga hamlar framkvæmdum þar sem við erum að flytja til okkar viðkvæmt efni sem þolir illa mikil vatnsveður!
Það er kominn sandur í u.þ.b. 75% brautarinnar og enn vantar efni í bremsukaflann.
Við byrjum á að fresta um viku ...... en við munum örugglega vígja sandspyrnugljúfrið á þessu ári

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version