Sælinú:
Camaroinn var fluttur til landsins í kring um 72 og var gylltur með brúnan top og 307 með glide. Reynt var að fá 307 mótorinn til að vinna, en hann var ekk hress á lágum snúningi, þótt hann væri með full portuð hedd með stórum ventlum, herta stimpla, mjög gott millhedd, kveikju og allt annað sem hefði átt að duga í lágar 12 sek. En við settum í hann 350 short block með öllu dótinu og þá fóru hlutirnir að ske. Hann var með T-350 með öllu sem hægt var að fá frá B&M, þ.m.t. 10" converter og mjög góðan Crane ás. Vélin hrundi og bíllinn rifinn áður en náðist að tíma hann. Var ekið hér með Team - G og tvo 600CFM Holley lögreglunni og nágrönnum Birgis til mikillar ánægju. Eggjum og pönnukökum rigndi yfir hann á morgnana þegar sett var í gang f. utan Kleppsveg 54.
Cycloninn var GT og er í geymslu í bílaskemmum FÍ. á Kjalarnesi. Hann var með N-code 429 / 360 bhp, og C-6. Drifið var 4,56:1 og 28" slikkar. Besti tími sem náðist á hann var um 13.70, með lítið breyttri vél.
Myndirnar eru teknar á fyrstu keppni sem haldin var á Íslandi. Við álitum að um 7000 manns hefðu komið á svæðið. SEldir miðar voru um 4000, þannig að um 3000 manns gengu yfir hraunið og svindluðu sér inn.
Búið var að auglýsa þetta sport í nokkur ár og JAK skrifaði vikulegar opnugreinar í DV um helstu bílana. Álitið var að þetta væri og yrði meiri háttar sport hér, en það fór á annan veg. FIMM mættu í keppnina og við stóðum eins og bjánar þarna suðurfrá.