Author Topic: Kvartmíluæfingar í haust  (Read 2578 times)

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Kvartmíluæfingar í haust
« on: September 20, 2016, 00:53:30 »
Frábær helgi að baki í kvartmílunni og fullt af flottum bílum og mótorhjólum á brautinni.
Það er bara ekki rétt að hætta að hafa gaman á brautinni okkar þó að það sé að koma haust.
Við viljum því kanna hvort að það sé áhugi á því að halda kvartmíluæfingar með stuttum fyrirvara fram eftir hausti ef vel viðrar?
Sjálfboðaliðarnir okkar hafa enn þann eldmóð sem þarf til að gera okkur kleift að gera það sem félagsmönnum finnst skemmilegast - að nota tryllitækin!!

EIGUM VIÐ EKKI AÐ NOTA KVARTMÍLUBRAUTINA EINS LENGI OG VIÐ GETUM?