Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
King of the Street 2016
SPRSNK:
Dagana 8. til 10. júlí fer fram King of the Street á Kvartmílubrautinni.
Skráningu lýkur miðvikudaginn 6. júlí kl 23:59, seinni skráningu lýkur föstudaginn 8. júlí kl 16:00
Keppt verður í áttungsmílu, Auto-X, hringakstri og kvartmílu
Til að taka þátt þarftu að hafa:
Gilt ökuskírteini
Skoðaðan bíl/mótorhjól
Hjálm
Vera meðlimur í akstursíþróttarklúbb innan AKÍS eða MSÍ
Skráð ökutæki þurfa vátryggingarviðauka
Keppnistæki:
Öll keppnistæki skulu vera skoðuð og á númerum.
Allar tegundir af eldsneiti eru leyfðar.
Keppnisfyrirkomulag (ATH fjöldi ferða getur breyst eftir þáttökufjölda)
Keppt verður í 4 greinum og fær keppandi stig úr hverri grein. Samanlögð stig úr öllum greinum ákvarða sigurvegara King of the street, einnig verða veitt verðlaun fyrir hverja keppnisgrein fyrir sig.
Áttungsmíla:
Pro tree, second chance. Ótakmarkaðar tímatökuferðir, en keppandi þarf að fara að lágmarki 2 tímatökuferðir.
AutoX:
Keyrðar verða 3 umferðir.
Hringakstur:
Keyrðar verða 2 umferðir, hver umferð samanstendur upphitunarhring, 3 tímatökuhringjum og kælihring.
Kvartmíla:
Full tree, second chance. Hver keppandi fær 3 tímatökuferðir.
Flokkar:
Það verður keppt í 2 flokkum, bílum og mótorhjólum.
Skráningarfrestur.
Formlegri skráningu lýkur miðvikudaginn 6. júlí kl. 23:59
Seinni skráning verður leyfð til föstudagsins 8. júlí kl 16:00 en þá bætast 5.000 kr. við skráningargjaldið fyrir allar keppnir, 2.000 kr. fyrir staka keppni.
Skráning King of the street
https://docs.google.com/forms/d/1_ToFiRlM3czjau6ha-lISxna_ZWPFOfKhUF7TcN17rE/viewform
Stök keppni
https://docs.google.com/forms/d/1aUBOSxNajFOcwWYH2H6lbrBhw-0Lbr-UfLuJOSzzyUE/viewform
Keppnisgjald:
ATH!! skráning telst ekki gild fyrr en keppnisgjöld hafa verið greidd
Hægt verður að skrá sig í stakan viðburð innan KOTS ef ekki er áhugi að taka þátt í öllum greinunum
Bílar:
Keppnisgjald 17.000 kr., innifalið er keppnisskírteini
Stök keppni: fyrsta keppni 7.000 kr., hver keppni eftir það 5.000 kr.
Mótorhjól:
Keppnisgjald 16.000 kr., innifalið er keppnisskírteini
Stök keppni: fyrsta keppni 6.000 kr., hver keppni eftir það 5.000 kr.
Keppnisgjöld er hægt að greiða á tvo vegu:
Annarsvegar kaupa keppnisgjaldið í gegnum vefverslunina okkar eða leggja inn á klúbbinn.
Vefverslun - http://kvartmila.is/is/vorur
Reikningsnúmerið er: 0544-26-111199 Kennitala:660990-1199
Vinsamlegast setjið kennitölu keppanda með í skýringu
Dagskrá:
Verður auglýst síðar
Nánari upplýsingar
í síma 8473217 eða jonbjarni@kvartmila.is
Harry þór:
Megum við sem erum með OF tæki leika okkur inná milli ?
mbk harry Þór
SPRSNK:
--- Quote from: Harry þór on July 05, 2016, 10:37:42 ---Megum við sem erum með OF tæki leika okkur inná milli ?
mbk harry Þór
--- End quote ---
Það er a.m.k. kvartmíluæfing í kvöld - ég veit ekki með helgina!
Harry þór:
Brautin verður ekki preppuð fyrir OF í kvöld hefði ég haldið ? Ég hefði nú haldið að það veitti nú ekki af öllum þeim vettlingum sem til eru ?
Ég hefði haft gaman af því að mæta og ég veit að Krissi Hafliða langar að prófa sitt flotta tæki. Nei bara svona að spá
mbk harry Þór
SPRSNK:
King of the Street - Stigagjöf
Stig miðast við fjölda þátttakenda margfaldað með 10 (en þó á lágmarki m.v. 16 þátttakendur).
Þannig fást t.d. 160 stig fyrir besta árangur í hverri mælingu.
Veitt verða stig fyrir eftirtalin atriði:
Áttungsmíla:
Sæti - viðbragð - 60 ft. - 330 ft. - 660 ft. hraði - 660 ft. tími
Kvartmíla:
Sæti - viðbragð - 60 ft. - 990 ft. - 1320 ft. hraði - 1320 ft. tími
Time attack:
Besti tími - Meðaltal 3ja bestu tíma - Mesti hraði - Besti millitími 1 - Besti millitími 2 - Mesta G force
Auto - X (stig tvöfalt hærri í hverjum flokki 320):
Besti tími - Meðaltal allra tíma - Mesti hraði
Sjá meðfylgjandi stigatöflur m.v. 16 og 32 keppendur
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version