Author Topic: Open comp í stað OF ?  (Read 2773 times)

Offline Kristján Stefánsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 685
    • View Profile
Open comp í stað OF ?
« on: February 27, 2016, 19:33:12 »
Ég setti þetta nú inná reglunefndar spjallið án undirtekta...  :roll: Þar af leiðandi ákvað ég að henda þessu hingað inn á fá skoðanir manna á þessari hugmynd. Hvort það sé grundvöllur fyrir þessu eður ei ?

Hvernig er það. Hafa menn spáð í að keyra open comp flokk hér heima í staðin fyrir OF ?
Var útí USA núna og fylgdist með keyrslu á svona flokki. Hann virkar þannig að hann er keyrður eftir Indexi sem miðast útfrá besta tíma í tímatöku -0.005 sek.

Þarna voru bílar að keyra frá 4.60 sek 1/8 og upp í 10 sek.
Það væri kannski sniðugt að hafa þak hér heima 6 sek eða 6.5 sek lágmarkstími. Þá er minni hætta á að hraðari bíllinn keyri aftan á þann hægari á ógnarhraða.

Það var mikil þátttaka í þessum flokki og allskonar tæki, enda eiga allir menn jafnan möguleika á að vinna þar sem þeir eru allir á raunhæfu Indexi sem er ekki fyrirfram reiknað og óraunhæft fyrir flesta að ná nálægt !

Mitt mat er að þetta er eitthvað sem væri verðugt að skoða. Þarna opnast möguleiki fyrir mörg tæki til að taka þátt. Hafa gaman og jafnvel að vinna ! Þrátt fyrir að hver geri þetta eftir sínu höfði og taki það sem honum finnst nauðsynlegt útúr tækinu. Svo lengi sem hann keyri undir lágmarks tíma (6-6.50 sek)

Kv.
Kristján S.