Kvartmílan > Almennt Spjall

Stjórnir Kvartmíluklúbbsins 1975 - 2024

<< < (2/5) > >>

Harry þór:
Hæ. Þarft verkefni komið af stað. Það sem ég man er að Örvar hættir ca 80 og við tekur stjórn

Háldán Jónsson formaður
Harry þór Hólmgeirsson varaformaður
Ólafur Björnsson gjaldkeri
Pétur Brynjarsson
Stéfán Sigurðsson
Árni Guðmundsso
???

SPRSNK:

--- Quote from: Harry þór on January 19, 2016, 20:00:18 ---Hæ. Þarft verkefni komið af stað. Það sem ég man er að Örvar hættir ca 80 og við tekur stjórn

Háldán Jónsson formaður
Harry þór Hólmgeirsson varaformaður
Ólafur Björnsson gjaldkeri
Pétur Brynjarsson
Stéfán Sigurðsson
Árni Guðmundsso
???

--- End quote ---

Getur verið að þessi stjórn hafi verið kjörin árið 1982?

Hvenær hefur þú verið í stjórn klubbsins Harrý? Fyrir utan þetta ár sem þú nefnir?

Harry þór:
Ég þarf að grafa þetta upp en  ég er næstum viss um að þetta hafi verið fyrr ca um 1980 og ég var í 2 ár og ég þykist muna að Hálfdán Jóns hafi verið lengu það getur verið Friðbjörn Georgs hafi lika verið í þessari stjórn. Svo rámar mig í að Þórhallur Jósepsson hafi verið í stjórn.

-- Leiðrétt IH --

Valur Vífils og Fribbi og fleiri vita meira.

Mbk harry

sako:
Sæll Harrý Þór

Örvar hætti sem formaður Kvartmíluklúbbsins á aðalfundi á vormánuðum 1982. Ég man að Hálfdán tók við af honum.

Ég hætti sama ár sem varaformaður en man því miður ekki eftir því hver tók við varaformannsembættinu.

Þetta var sama vorið og ég setti Corvettuna á götuna eftir þriggja ára upptektina og er því alveg skírt í huga mínum, þó svo að fennt hafi yfir ýmislegt á þessum árum. :D

JAK

Harry þór:
Flott þá er það komið á hreint. Ég ætlaði ekki að kasta rýrð á einn né néinn með þessari söguskýringu minni var ég að reyna segja frá hvernig starfsumhverfi hefur alltaf verið hjá þeim sem hafa gefið sig í stjórn. Það efast engin um það kraftaverk sem Örvar og þeir sem með honum störfuðu gerðu með því að búa til kvartmílubrautina en hún var ekki skuldlaus. Það væri gaman að fá það fram hvenær við vorum búnir borga hana, það er einhvar þarna úti sem veit það, Ólafur Björnsson sem kom fjármálunum í gott lag með hann var gjaldkeri viti það?
Eftir mína stjórnarsetu og um leið með raceútgerð missti ég bíladelluna í 20 ár. Ef við skoðum svo ferilinn hjá þeim sem hafa gefið sig í stjórn hafa mjög margir brunnið út og fengið nóg. Þar hefur KK misst mjög mikin auð í gegnum tíðina. Kanski er þetta að breytast því loksins er komin svona pro svipur á þetta í dag og KK búinn að slíta barnaskónum.
Ég veit það að þeir sem störfuðu í stjórn næstu árin eftir árið ca 1983 eiga hvað mestan heiður að því að KK er til í dag það var víst oft skrautlegt hef ég heyrt.
Það var settur á vefin Annáll sem mjög gaman er að skoða og finnst mér allt í lagi halda áfram mað hann í sögum frá mönnum hafa komið við sögu hjá KK.
Agnar Arnars og félagar eiga líka flotta sögu sem stjórnarmenn og tel ég að sá gjörningur að koma KK inn í ÍBH hafi vetið gæfuspor fyrir klúbbinn. KK verður bara flottari ef sögu hans verður haldið til  haga og með því að segja sögu hans er ekki verið kasta rýrð á neinn því menn voru og eru alltaf gera sitt besta.
Mbk harry þór

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version