Author Topic: ÓE jeppling/jeppa í skiptum, Alfa Romeo 166  (Read 3936 times)

Offline JoiE

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 4
    • View Profile
ÓE jeppling/jeppa í skiptum, Alfa Romeo 166
« on: December 16, 2015, 09:36:09 »
Alfa Romeo 166, árg 2001, 2.0 tspark, keyrður 162.xxx

Silfurgrár, svart leður, skjár fyrir miðstöð og eh fleira, saumuð alfa romeo merki í framsætum, ljós undir hurðum þegar hurðin er opnuð, svo er gps/navigation og sími á skjánum líka en þarf að virkja það eða kaupa eitthvað kort eða eh svoleiðis hef bara ekkert skoðað það og kann ekkert á það, en þetta er algjör lúxusbíll útí eitt...

Nýjar spyrnur að framan, nýuppteknar bremsudælur að framan(nýr stimpill og gúmmi) og nyjir klossar og ný framljós.
Ég keypti hann tjónaðan að framan og það er búið að laga það að mestu leyti en hann er með ný framljós útaf því.
Það sem á eftir að gera er að skipta um ventlalokspakkningu, handbremsubarka og taka upp bremsudælur að aftan, ég er búinn að kaupa það allt hef bara ekki haft tíma eða aðstöðu í hann.
Hann er með endurskoðun og það sem er eftir fyrir skoðun er að fá hægra framljós til að virka og skipta um handbremsubarka, minnir að það hafi verið það eina sem hann fékk útá í skoðun.

Annars er þetta bíll í mjög góðu standi og algjör draumur að keyra hann enda er ég ekkert að flýta mér að selja.
Svo eru örfáir svona bílar á landinu og ég hef bara séð 1 annan svona 166, þeir heita flestir 156 hérna á íslandi en 166 er lengri og lagt mun meira í hann, eins og skjáinn og fl.
Bíllinn er á númerum og ökuhæfur og keyrir alveg eins og hann sé glænýr.

Skoða öll skipti og þá helst á jeppling eða jeppa.

$550.000
Verðið miðast við hann eins og hann er, ef ég klára hann áður en ég sel hann hækkar verðið.

Kem svo með myndir seinna í dag :)

Offline JoiE

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 4
    • View Profile
Re: ÓE jeppling/jeppa í skiptum, Alfa Romeo 166
« Reply #1 on: December 16, 2015, 15:47:57 »
Komnar myndir inná bland linknum :)
Vantar samt grillið í hann á myndunum af framendanum en ég er með það líka það þarf bara að klára að rétta hann og skella því í :)

https://bland.is/til-solu/farartaeki/bilar/alfa-romeo-166/3039360/