Kvartmílan > Fréttir & Tilkynningar

Félagsfundur 7. október 2015

(1/1)

SPRSNK:
Miðvikudaginn 7. október verður haldinn félagsfundur í félagsheimilinu okkar á Kvartmílubrautinni.
Húsið opnar kl. 20:00 og dagskrá hefst kl. 20:30

 Á fundinum verður farið yfir:
 Keppnisfyrirkomulag í kvartmílu árið 2016.
 Staða á akstursbrautinni og umhverfi hennar.
 Aðrar keppnir árið 2016.
 Keppnisdagatal KK árið 2016
 Önnur mál.

Kaffi og vöfflur í boði klúbbsins


https://www.facebook.com/events/418353435032389/

SPRSNK:
Kynnið ykkur tillögur stjórnar klúbbsins sem hafa verið kynntar og farið verður yfir á fundinum.

SPRSNK:
Stjórn klúbbsins þakkar öllum fyrir komuna í kvöld - það var frábær mæting.
Á fundinum kom fram að ekki er alveg sátt um keppnisfyrirkomulagið í kvartmílunni. Aðallega snýst núningurinn um breytt fyrirkomulag á King of the Street þ.e. að keppnin skuli ekki vera eingöngu kvartmílukeppni. Það má hins vegar benda á fjölgun keppna í kvartmílu og fjölbreyttara keppnisform er fyrirhugað á næsta ári - ekki skapaðist mikil umræða um það. Þá var töluverður fjöldi driftara sem sýndi áhuga á því að nýta aðstöðu klúbbsins til keppni sem og æfinga, til að það geti orðið þá þarf að byggja upp bakland í greininni innan klúbbsins. Við bendum í því sambandi á endurvakningarfund mótorhjóladeildar innan klúbbsins í kvöld, 8. okt., í félagsheimilinu kl. 20:00. Á fundinum verður lagður grunnur að öflugu baklandi mótorhjóla innan klúbbsins.

Þá þökkum við vöfflugerðarmeisturunum sérlega vel fyrir snilldar vöfflur!

Navigation

[0] Message Index

Go to full version