1320GO kennsla og fyrirspurnir:Jón Bjarni, Baldur og Ingimundur renna yfir virkni og hvernig má nálgast upplýsingar í rauntíma sem og eldri gögn. Heimasíða
www.1320GO.com kynnt og hvernig má nálgast "app" í síma og spjaldtölvur. Þá eru í boði gagnleg tölfræðiforrit sem halda utan um bestu tíma og meðaltöl.
Farið yfir reglur og fyrirkomulag á kvartmílubrautinni:Jón Bjarni fer yfir umgengnisreglur á kvartmílubrautinni á keppnum og æfingum. Það hafa orðið breytingar með nýrri stjórnstöð og stefnt að því að gera samskipti á milli keppenda og starfsfólks auðveldari og ánægjulegri. Föst rásnúmer keppenda kynnt.
Keppnisfyrirkomulag í kvartmílu árið 2016:Jón Bjarrni og Ingimundur kynna fyrirhugað keppnisdagatal fyrir næsta ár. Þá viljum við skiptast á skoðunum með keppnisfyrirkomulag og ræða möguleika á breytingum og nýjungum!
Æfingar á kvartmílubrautinni í ágúst/septEftir er að halda þrjár keppnir til Íslandsmóts (25/7 - 29/8 - og í sept)
Þá er fyrirhugað að halda hjóladag MSÍ fyrrihluta ágúst mánaðar.
Við viljum leggja fram æfingadagskrá á kvartmílubrautinni til loka september í samvinnu við félagsmenn og keppendur.
Staða á hringakstursbrautinni:Ingó fer yfir stöðuna á framkvæmdum klúbbsins á hringakstursbrautinni.
Fyrirhugað er að halda námskeið fyrir þá sem hafa hug á að æfa og keppa á brautinni. Í framhaldi af því verða æfingar og þar stefnt að hringakstri, drifti og Auto-X. Til að gera þetta að veruleika þarf klúbburinn að koma upp bakhjörlum og starfsfólki.