Author Topic: Félagsfundur 22. júlí 2015  (Read 3613 times)

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Félagsfundur 22. júlí 2015
« on: July 17, 2015, 11:35:05 »
Miðvikudaginn 22. júlí verður haldinn félagsfundur í félagsheimilinu okkar á Kvartmílubrautinni. 
Húsið opnar kl. 20:00 og dagskrá hefst kl. 20:30

Á fundinum verður farið yfir:
1320GO - kennsla og fyrirspurnir.
Farið yfir reglur og fyrirkomulag á kvartmílubrautinni.
Keppnisfyrirkomulag í kvartmílu árið 2016.
Æfingar á kvartmílubrautinni í ágúst/ssept.
Staða á hringakstursbrautinni.
Önnur mál.

Kaffi og vöfflur í boði klúbbsins

Allir áhugamenn og -konur um mótorsport mega ekki að láta þennan fund framhjá sér fara

http://kvartmila.is/is/frett/2015/07/16/felagsfundur_22._juli_2015

https://www.facebook.com/events/687625851371281/

 

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: Félagsfundur 22. júlí 2015
« Reply #1 on: July 18, 2015, 02:30:11 »
1320GO kennsla og fyrirspurnir:
Jón Bjarni, Baldur og Ingimundur renna yfir virkni og hvernig má nálgast upplýsingar í rauntíma sem og eldri gögn. Heimasíða www.1320GO.com kynnt og hvernig má nálgast "app" í síma og spjaldtölvur. Þá eru í boði gagnleg tölfræðiforrit sem halda utan um bestu tíma og meðaltöl.

Farið yfir reglur og fyrirkomulag á kvartmílubrautinni:
Jón Bjarni fer yfir umgengnisreglur á kvartmílubrautinni á keppnum og æfingum. Það hafa orðið breytingar með nýrri stjórnstöð og stefnt að því að gera samskipti á milli keppenda og starfsfólks auðveldari og ánægjulegri. Föst rásnúmer keppenda kynnt.

Keppnisfyrirkomulag í kvartmílu árið 2016:
Jón Bjarrni og Ingimundur kynna fyrirhugað keppnisdagatal fyrir næsta ár. Þá viljum við skiptast á skoðunum með keppnisfyrirkomulag og ræða möguleika á breytingum og nýjungum!

Æfingar á kvartmílubrautinni í ágúst/sept
Eftir er að halda þrjár keppnir til Íslandsmóts (25/7 - 29/8 - og í sept)
Þá er fyrirhugað að halda hjóladag MSÍ fyrrihluta ágúst mánaðar.
Við viljum leggja fram æfingadagskrá á kvartmílubrautinni til loka september í samvinnu við félagsmenn og keppendur.

Staða á hringakstursbrautinni:
Ingó fer yfir stöðuna á framkvæmdum klúbbsins á hringakstursbrautinni.
Fyrirhugað er að halda námskeið fyrir þá sem hafa hug á að æfa og keppa á brautinni. Í framhaldi af því verða æfingar og þar stefnt að hringakstri, drifti og Auto-X. Til að gera þetta að veruleika þarf klúbburinn að koma upp bakhjörlum og starfsfólki.

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: Félagsfundur 22. júlí 2015
« Reply #2 on: July 23, 2015, 02:05:41 »
Við þökkum félagsmönnum og öðrum áhugamönnum fyrir komuna á fundinn í kvöld. Þess ber að geta að það ekki náðist að klára allar vöfflurnar sem framreiddar voru.

Stjórn klúbbsins mun vinna úr þvi sem kynnt var á fundinum í kvöld og skoðar framkomnar tillögur og hugmyndir.
Á næstu dögum verður lögð fram dagskrá á svæðinu okkar fyrir ágúst og september.
Þá verða lagðar fram hugmyndir að keppnisdagatali í kvartmílu fyrir næsta ár ásamt tillögum að keppnisfyrirkomulagi.

Innan klúbbsins er stefnt að því að byggja upp innra starf fyrir drift, Auto-X og hringakstur.
Þegar brautin verður tilbúin hefjast prófanir og æfingar á vegum klúbbfélaga sem svo leggja drög að brautar- og umgengnisreglum í hverri grein fyrir sig.
Framkvæmdir á svæðinu þessa dagana miðast við að leggja lokahönd á svæðið umhverfis ökugerði vegna starfleyfisumsóknar.
Gera má ráð fyrir að prófanir á hringakstursbrautinni hefjist í ágúst.