Kvartmílan > Aðstoð

hitavandamál

(1/2) > >>

Ívar-M:
sælir, virðist vera eitthvað hitamál hjá mér, sá vatnleka niður af honum í gær.  sá að það vargjósa úr yfirfallstankinum drap á bílnum og vatnshitin 104° ég leyfi honum að kólna bæti 2l af vatni á hann og keyri í rúma 6 kl og þá rýkur hitin uppí 122° er vanalega í 91°, ég drep á bílnum sé að það vantar vatn á hann bæti eflaust einum-2 lítrum á hann, en þá byrjaði hann að hitna stöðugt þangað til maður drap á, við tókum vatnslásin úr og prufuðum hann, hann er +í lagi og opnar sig vel, heddpakningarnar virðast vera í lagi þjappar alveg sama á öllum rafmagnsviftan virkar og engin sýnilegur reykur í pústinu,miðstöðin blæs heitu, í kvöld eftir að það var búið að liggja í þessu þá var prufað að gangsetja og hann gengur eins og klukka en hitamælirinn var allan tíman í LO þrátt fyrir að miðstöðin blési heitu og það sauð ekki á bílnum, engin hitalykt inní bílin, olíuhitamælirinn (sem er í sama uniti og vatnshitam.. var líka á LO en hrökk síðan inn iog sýndi lítin sem engan olíuþrýstin og háan olíuhita datt svo aftur á lo og kom ionn og syndi rétt.. allan tíman var vatnshitamælirinn á LO og það það minkaði ekki vatnið á bílnum miðstðin blés einnig heitu, ætli að þetta digital mæladót sé eitthvað að fucka í mér eða er eitthvað að.. er orðinn hálf hugmyndasnauður um hvað þetta gæti verið, er nokkuð viss um að vatnsdælan er líka í lagi, vatnis  virtist  ekki hverfa af honum núna..

hefur einhver hugmynd?

vélin er 89árg 350cid l93 m/álheddum og tpi

Jón Þór Bjarnason:
Ég var að lenda í svipuðu vatnsveseni og þú. Bíllinn þjappaði eðlilega enginn vatnspollur undir honum en það rauk alltaf upp úr húddinu og hitamælirinn var flöktandi. Það sem var að var það að heddpakkningin var farinn og allt vatn lak beint á pústið og gufaði upp með þessum mikla reyk sem myndaðist. Ég er að setja þetta saman núna. Vonandi finnur þú eitthvað út úr þessu hjá þér.

Ívar-M:
sæll, við þjöppumældum bílin og hann þjappar sama á öllu, engin gufustrókur frá vatnskassa og hann blæs ekki í gegnum hann, en það er nú svo skrítið að leið og bíllin hitaði sig fór ég með hann í skúr og  reif vatnslásin úr og athugaði með hann, hann var í lagi athugaði dæluna og hún var í lagi og hún var í lagi, heddpakningarnar líka í lagi, skellti síðan saman og þá virkar allt eins og það á að gera, nema hita mælirin fastur á LO, síðan alltí einu hrekkur hann inn og sýnir það sem hann á að sýna, er búin að keyra bílin núna í viku og allt eins og það á að vera, hann byrjaði á þessu eftir um 700km stanslausan akstur mestur á 4þús plús rpm :twisted:

rakst síðan á það í owners manualinu að vatnið á að geta farið í 127°

en að öðru, er þetta Gamla vettan hans Ástmars sem þú ert með?

Jón Þór Bjarnason:
Nei þessi vetta er stödd í henni ameríku og frændi minn á hana og hún er 68 módelið en þess má geta að hann á nokkra skemmtilega gripi inn í skúr hjá sér.

fannarp:
ég er 90% viss um að þetta er samt sem áður vatnslásinn hjá þér,skiptu bara um hann kostar þig 1000-1500kr

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version