Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Sanspyrna á Sauðárkrók nú 15/8

(1/1)

Kristján Skjóldal:
Skráning Kaffi Króks Sandspyrnu 2015
7. ágúst 2015
Skráning er nú hafin í fyrstu umferð Íslandsmótsins í sandspyrnu en keppnin fer fram í landi Garðs við Sauðárkrók laugardaginn 15. ágúst kl 13.00.

Það er Bílaklúbbur Skagafjarðar sem heldur þessa keppni í samstarfi við Bílaklúbb Akureyrar.

Skráning fer fram á netinu á þessum hlekk: https://docs.google.com/forms/d/1wnYGjCI54iqmZ_53Yu3rOrGGSNjKVwuciFa9sWwU7wo/viewform

Athugið að skráningu lýkur miðvikudaginn 12. ágúst kl. 23:59

Keppnisgjald er 5000.- kr. ásamt því þarf að greiða 2.000.- kr. sem fara til AKÍS vegna keppnisskírteinis.
Keppendur á hjólum greiða 6.000.- kr. þar sem 1.000.- kr. fara til MSÍ vegna keppnisskírteinis.

Skal greiðast inn á reikning: 310-26-2360 Kt. 520601-2360, vinsamlegast sendið staðfestingu á bilaklubbur@fjolnet.is.

Vinsamlegast athugið að skráning telst ekki gild nema keppnisgjald sé greitt áður en skráningarfresti lýkur!

Upplýsingar um reglur Íslandsmótsins í sandspyrnu má finna á
Mótorhjól: http://www.kvartmila.is/is/sidur/motorhjolareglur
Bílar: https://docs.google.com/file/d/0BxxH6TxMkJuoQnJ5QTZ5N2l0UkU/edit?pli=1

www.bks.is er opinber upplýsingatafla keppninnar
Keppnistjóri er Þórður Guðni Ingvason – sími: 698-4342

F.h. Bílaklúbbs Skagafjarðar,
Gunnar Traustason Formaður s: 865-0970 – bilaklubbur@fjolnet.is

Kristján Skjóldal:
það er síðasti séns að skrá sig í kvöld :spol:

Gretar Franksson.:
Hér er Video af einni ferð í Sandi á Króknum. Upphitun fyrir helgina.
https://youtu.be/yPQ6is9mhs0

Elmar Þór:
Er kominn keppendalisti í loftið ?

baldur:

--- Quote from: Elmar Þór on August 14, 2015, 12:59:20 ---Er kominn keppendalisti í loftið ?

--- End quote ---

http://www.bks.is/wp-content/uploads/2015/08/keppendalisti-sandspyrna2015.pdf

Navigation

[0] Message Index

Go to full version