Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016
GSX-R:
Hvernig er þetta með tryggingarviðaukan,er hann mögulega að fæla frá?
Hef verið að skoða síðuna hjá Santa pod http://www.rwyb.co.uk/index.php samkvæmt henni borgarðu og þú færð að keyra.
Kv Þórður.
1965 Chevy II:
Hann fælir frá, það er mjög misjafnt hvernig tryggingafélög tækla hvert tilfelli og jafnvel bara munur á milli starfsmanna innan tryggingafélagana.
Yngri kynslóðin á örugglega erfiðara með að fá viðauka og þurfa þá jafnvel að vera borga aukalega fyrir hann, þessi viðauki er æxli sem þarf að losna við.
SPRSNK:
Miðvikudaginn 7. október verður haldinn félagsfundur í félagsheimilinu okkar á Kvartmílubrautinni.
Húsið opnar kl. 20:00 og dagskrá hefst kl. 20:30
Á fundinum verður farið yfir:
Keppnisfyrirkomulag í kvartmílu árið 2016.
Staða á akstursbrautinni og umhverfi hennar.
Aðrar keppnir árið 2016.
Keppnisdagatal KK árið 2016
Önnur mál.
Kaffi og vöfflur í boði klúbbsins
https://www.facebook.com/events/418353435032389/
SPRSNK:
Tillögur stjórnar sem farið verður yfir á félagsfundi miðvikudaginn 7. október 2015 kl. 20:00
Stjórn klúbbsins leggur til að keppnisfyrirkomulag í kvartmílu árið 2016 verði eftirfarandi:
Íslandsmót í kvartmílu verði þrjú mót, engar breytingar á flokkum en keyrt verði eftir "second chance" fyrirkomulagi í öllum flokkum nema OF, sem verði óbreytt
- keppnisdagar 14. maí, 23. júlí og 13. ágúst.
Bikarmót/brautardagar verði með mismunandi keppnisfyrirkomulagi:
30. apríl - 1/8 míla Pro Tree - sömu flokkar og í KOTS í sumar
4-5. júní Afmælishátíð 1/4 míla Full tree - Brautardagur - sýning - Muscle Car dagur
24. júní - 1/4 míla Full Tree - Import vs. V8 (kvöldkeppni)
8.-10. júlí - KOTS 1/8 míla Pro Tree og 1/4 míla Full Tree Einn flokkur bíla og hjóla
17. sept. - 1/4 míla Full Tree - Metadagur - keppni við sinn besta tíma
Þá verður haldinn mótorhjóladagur MSÍ en dagsetning er óákveðin.
Stjórn klúbbsins leggur til keppnir í öðrum keppnisgreinum árið 2016 sbr. neðangreint:
Drift
Klúbburinn hyggst halda tvö íslandsmót í drifti - keppnisdagar verði 16. júlí (kvöldkeppni) og 27. ágúst.
Þá verði bikarmót/sýning á afmælishátíð klúbbsins 4.-5. júní.
Time attack - hringakstur
Klúbburinn hyggst halda þrjár keppnir í brautarakstri svokallað "Time attack". Keppnisdagar verði 16. apríl, 9. júlí og 27. ágúst.
Auto-X
Klúbburinn hyggst halda eina keppni í Auto-X þann 9. júlí.
Aðrir brautardagar og æfingar verða skipulagðar þegar sumarið nálgast.
SPRSNK:
Stjórn klúbbsins leggur til breytingar á KING of the STREET á árinu 2016.
Keppnin verði þriggja daga keppni frá föstudegi til sunnudags.
Keppt verði í 1/8 mílu, 1/4 mílu, Hringakstri/Time attack og Auto-X - einn flokkur bíla og einn flokkur mótorhjóla.
Veitt verða stig fyrir hverja keppni fyrir sig, jafnmörg heildarstig fyrir hverja grein fyrir sig en stig verði veitt með eftirtöldum hætti:
Í 1/8 mílu og 1/4 mílu þar verða veitt stig fyrir viðbragðstíma, 60 fet tíma, 1/8 tíma og 1/4 tíma.
Í hringakstri og Auto-X verða veitt stig fyrir besta tíma í ferð og besta meðaltíma þrigga bestu ferða.
Allir fá stig og fer stigafjöldi eftir fjölda keppenda (ekki búið að útfæra endanlega).
Aukastig veitt fyrir að taka þátt í öllum greinum og jafnvel eitthvað fleira!
Verðlaun veitt fyrir þrjú efstu sætin í hverri keppnisgrein fyrir sig.
King of the Street verður sá sem fær flest stig samtals.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version