Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016

<< < (7/10) > >>

Gretar Franksson.:
Það er ekki verið að setja út á þá starfsmenn sem hafa verið að vinna við brautina eða keppnishaldið,þeir eiga hrós skilið ef þú hefur lesið póstin á undan þá kemur það fram þar. Skilur þú, það er ekki verið að setja út á þá starfsmenn sem hafa verið að vinna fyrir KK af hverju er svona mikil tilhneiging til að snúa út úr því sem er skrifað eða bara túlkað einhvern vegin. Ég er ekki einu sinni að setja út á Jón hann hefur unnið mikið fyrir KK og gert margt gott þar. Það sem ég er að meina að það eru til betri keppnistjórar en hann og ég myndi vilja hafa einn röskan reyndan keppnisstjóra til að setja meiri áræðni í keppnishaldið. Það er ekki rétt hjá þér að keppnir hafi verið alment í 1 og 1/2 tíma. Þær hafa verið allt of langdregnar, skilur þú. Samanber skilaboðin frá áhorfendum sem ég hef komið á framfæri. Þið virðist vera í einhverskonar afneitun í stað þess að finna lausn.
GF. 

Harry þór:
Sæl öll. Er í sumarfríi og hef verið fylgjast með þessari umræðu sem er hið besta mál. Við hljótum að vera sammála um að keppnishaldið þarf að ganga smurt fyrir sig. Til þess að það gangi smurt þurfum við að hjálpast að og rétta hönd þegar það er keppni í staðinn fyrir að fylgjast með úr fjarska og undrast seinagang. Ég mætti í allar keppnir í sumar sem keppandi í OF og ég sá um að flagga styrktaraðilum, ég sá um að koma vigtum í pitt í einni keppni, bara vegna þess að staff var ekki nóg. Ég er sammála Grétari að keppnir geta gengið mun hraðar og ég hef viðrað þær hugmyndir oftar enn einu sinni.
Ég er ekki sammála því að skrifa þetta bara á Jón Bjarna sem mér finnst að hafi unnið mjög vel sem keppnisstjóri. Í svona stórum og flottum klúbb er alveg furðulegt að öll vinna skuli bitna á þeim sem veljast í stjórn. Við sem erum ekki að keppa hverju sinni og eru að drepast úr kvartmíludellu eiga bara hundskast til hjálpa til við keppnishald þegar menn eru ekki í keppnisstuði.

Mbk frá Croatiu
Harry þór

Charon:
Sæl öll sömul sem eru að fylgjast með þessari umræðu, langar mig að legga mín grömm á vogarskálarnar í þessari umræðu.

Til að byrja með langar mig að viðra mína skoðun á upprunalegri spurningu þessa þráðar, keppnishald komandi tímabils.
Dagatalið lýtur vel út, þokkalega dreift yfir sumarið, en er ekki soldið bjartsýni að halda fyrsta mót í lok apríl? En sökum þess að það er einungis bikarmót er lítið mál að fella það út af dagatali ef ekki verður farið að vora nóg til þess að keyra það.

Mér lýst ágætlega á þá hugmynd að keyra Íslandsmeistara mótin í "secon chance" fyrirkomulagi, það fjölgar ferðum keppenda og veitir mönnum líka möguleika á því að keyra á móti fleyri andstæðingum sem þeir myndu ekki fá ef þeir detta út í fyrstu umferð eins og fyrirkomu lagið er núna. Einnig myndi það lengja keppnir sem mér persónulega þykja vera fjári stuttar undanfarin ár (kem nánar að því máli síðar.)

Mig langar ekki að sjá Bracket detta út úr íslandsmeistara mótinu, þó svo að ég hafi ekki haft tækifæri til að keppa undan farin ár sökum vinnu, þá hafði ég huxað mér að gera aðra tilraun til keppni á næstkomandi tímabili og veit ég um annann mann sem er áhugasamur að koma og keppa á móti mér í bracket (og þá vantar bara einn til að keppnin sé gild til Íslandsmeistara).
Ég veit að mörgum þykir ekki spennandi að horfa á hægfara bíla í braut, og jafnvel ruglandi fyrir nýja áhorfendur að horfa á bracket (þar komum við að þörf á góðum og líflegum kynni) en eins og ég skil uppsetninguna á Bracket flokknum þá er hann hugsaður fyrir menn á mínu caliberi (hægfara) og þar byrjar fólk, það er lýtt spennandi fyrir nýja aðila að koma inn í nýtt sport bara til að prófa að keppa ef það á ekki einu sinni möguleika á því að vera með í baráttunni um að vinna og því hentar bracket vel. Allaveganna í hvert skipti sem fólk spyr mig út í kvartmílu og hvað þarf til að byrja að keppa þá útskýri ég bracket og fólk er áhugafullt, hefur ekki skilað neinum nýjum keppendum enþá, en umræður og kynning er fyrsta skrefið.

KOTS þykir mér hafa soldið tapað tengingunni við götnua, Allt eldsneiti, öll dekk og skránnig ekki skylda, þar þykir mér vera lítil tengin við konung götunar.
Mér lýst vel á að skoða þá hugmynd sem kom upp fyrir nokkrum árum og Maggi minntist á hér framan í þræðinum að byrja keppnina á bensín stöð og keyra bílana svo uppá braut, það er að sjálfsögðu fyrirkomulag sem þyrfti að fullmóta og útfæra en skemmtileg hugmynd eingu að síður. Hvað varðar 1/8 vs. 1/4 þá er ég sjálfur hrifnari af 1/4 því mér finnst hreinræktaðir götubílar vera ökutæki sem fólk miklar ekki fyrir sér að skella sér á rúntinn eða kíkja í næsta bæjarfélag á og svo mæta í keppni á, og slíkir bílar oftar en ekki (þó ekki alltaf) eru nú þó nokkuð hátt drifaðir og taka ílla af stað á línunni en skila sínu mesta þegar komið er framm yfir 1/8. Pro Tree virðist auka stressstuðulinn hjá sumum keppendum og gerir keppni því meira spennandi, og má svo sem alveg færa rök með og á móti því að það eigi heima í þessari keppni. En skemmtilegt að hafa Pro Tree í KOTS til að greina hana soldið frá æIslandsmeistara mótinu.

Um keppnisfyrirkomulag OF ætla ég bara að segja það að mér þykir skemmtilegra að fylgjast með keppnum eftir að því var fækkað í 1 ferð til sigurs, því þá þarf síður að bíða eftir kælitíma OF bíla og jafnvel ekki 15 mínútna bið eftir úrslita ferð í OF eftir að keyrslu á keppni lýkur að örðu leiti eins og var æ oft áður en þessu var breytt.

Mér lýst ílla á þá hugmynd að breyta úr Íslandsmeistara mótaröðinni niður í eina keppni og eina keppni eingöngu til Íslandsmeistara. Jú það er þó nokkur bynding að vilja keppa í öllum keppnum til þess reyna að vinna sér inn titil, en þegar titillinn er kominn í hús, þá er viðkomandi Íslandsmeistari það tiltekna ár, þ.e.a.s. bestur (eða heppnastur) á landinu í sínu tiltekna sporti/flokk og því fylgir vina, peningar (mis mikklir), og vilji til árangurs. Það er að sjálfsöguðu auðvelt fyrir mig sem hef ekki enn keppt heilt tímabil, að sitja hér og tala um þetta mál til margra sem hafa keppt í sportinu í ára raðir og sýnt mikkla vinnu, mikla peninga, miklar fórnir og mikinn vilja til að reyna að ná sínu markmiði og jafnvel reynt og/eða náð titli, en hér erum við að skiptast á skoðunum og þetta er mín.

Og svo að lokum sko ég snúi mér nú að því sem virðist hafa orðið mál málanna í þessum þræði, keppnishald, keppendafjöldi, starfsmanna fjöldi og frammistaða og samhengið milli þessa þátta.
Heillt yfir litið þykir mér keppnishald hafa gengið vel fyrir sig þar sem ég hef séð til bæði sem starfsmaður á brautinni og sem áhorfandi.

Að sjálfsögðu er ekkert fullkomið í þessum heimi, en hvað varðar tíma sem tekur að keyra keppni þykir mér það hafa gengið vel fyrir sig. Við viljum held ég öll alltaf sjá bíla í braut, en það er einfaldlega ekki alltaf möguleiki meðan keppendur eru ekki fleyri, því þegar flokkar eru orðnir fáir og komið er í undan úrslit eða úrslit, þá er t.d. verið að bíða eftir því að bílar komi niður til baka brautina áður en sennt er í næstu ferð, því það gengur vel og hratt fyrir sig að koma bílum af stað í braut þegar þeir eru komnir í ramp.

Ekki má gleyma lið keppenda í þessu máli því ég hef sjálfur verið í pittnum, af og til kemur fyrir að keppendur eru ekki tilbúnir þegar að þeim kemur þó svo að þeir séu búnir að fá viðvörun um að stutt sé í þá, tekið skal framm að þau tilfeli eru frekar undantekkning  og heillt yfirlitið eru keppendur vel undirbúnir og sýna skjót viðbrögð þegar þeir eru beðnir um að fara í ramp. Oftast eru menn að reyna að kæla bílana eða gera smávægilegar breytingar á stillingum milli ferða, og eru það atriði sem mætti ræða í þræði útaf fyrir sig en staðreyndin er sú að vélar, skiptingar, gírkassa og drif hitna öll í þessum átökum sem eru að keyra kvartmílu, og þegar komið er upp í kraftmeiri bílana þá fer orðið erfitt að keyra þá margar ferðir í beit áður en hiti fer að verða vandamál, og þá er ég ekki að tala um OF bíla, og hefur kppendafjöldi bein áhrif á þetta hita mál.

Keppenda fjöldi er mál útaffyrir sig sem menn hafa skeggrætt undanfarin ár og hvað gera megi til að fjölga iðkendum, ég er ekki með svarið við þeyrri spurningu þó svo ég glaður vildi.
En eins og Maggi benti hér á að réttilega meiga menn vera ánægðir með og stolltir af þeim félagsmönnum sem eru mjög duglegir að iðka sportið en á sama tíma, þá myndi það gera keppnishald ánægjulegra fyrir flest alla ef keppendafjöldi væri meiri.

Grétar þú talar um þá bið sem er fyrir keppendur frá því þeir mæta á svæðið og þar til þeir fara heim að kvöldi, jú þarna er nokkuð um bið en ekki þykir mér það óeðlilegt, ég hef líka prófað að keppa á akureyri í götuspyrnu og sandi og málið var eins þar. Pittur opnar á sama tíma fyrir alla keppendur, það þarf að skrá alla keppendur inn, það þarf að skoða alla keppendur, það þarf að vigta OF bíla og það þarf að setja brautina upp. Allt þetta tekur tíma og það fáa starfsfólk sem á brautinni er gerir sitt besta til að láta þetta taka sem styðstann tíma, því þetta er ekki sá tími dags sem það hefur messt gaman af, það vill líka ljúka þessu sem fyrst af, því það vill sjá keppnina sjálfa eiga sér stað því það er það sem allir eru komnir til að sjá og vera partur af, og starfsfólkið líka.

Ég vona að ég hafi ekki móðgað marga og vona að þessar umræður sem hér eiga sér stað eigi eftir að skila okkur flyri keppendum, fleyri keppnum og ánægðari áhorfendum, keppendum og starfsfólki í frammtíðinni.

Með kvartmílu kveðju
Páll Straumberg

ÁmK Racing:
Sælir félagar eftir að hafa rúllað um þennan þráð að þá er hann löngu kominn út fyrir upprunnalega málið.Hann átti að snúast um fyrikomulag í keppnum 2016 ekki keppnishald ársins 2015 sem var með ágætum.En mér hefur sýnst svona síðustu ár að áhugi á þessu blessaða íslandsmeistara móti vera að dvína og spurningin er hvað skal gera?Það eru sjálfsagt alveg rosalega margar ástæður fyrir því og er þetta nú einu sinn þannig að hver hefur þetta eftir sínu nefi og sínum bauk því að við vitum allir sem höfum og erum að brasa í þessu að þetta er ekki ódýrt og þarf ekki mikið til að slá menn út af laginu eins og dæmi hafa sannað.En það hefur lengi verið mikil hræðsla í okkar félagi að prufa eitthvað nýtt stíg ú fyrir ramman og hefur það fylgt þessu félagi alveg síðan ég byrjaði í þessu og þessu þarf að snúa við.Við þurfum allir að vera meira til í eitthvað nýtt.Nærtækt dæmi er King of the Street í sumar þetta fór greinilega fyrir brjóstið á mörgum að menn skyldu voga sér að stytta þetta í 1/8.Mér fannst þetta brillijant og ætla vona að þessu verði aldrei breytt til baka.Mín skoðun er sú að það eigi að keppa meira í 1/8 pro tree og reyna aðeins að grafa þenna 1/4 mílu draug sem virðist hanga voða sterkt yfir okkar flotta félagi.Með bestu kveðju Árni Kjartans

1965 Chevy II:
Hafa KOTS eins og hún var áður, pro tree 1/4, pump gas etc, bæta við keppni með þessu fyrirkomulagi sem var keyrt í ár sem öðru bikarmóti, eitthvað fyrir alla og fróðlegt að sjá hvort mótið fær meiri aðsókn  8-)

Að öðru eins og áður hefur komið fram er aflið í tækjunum og götubílunum sérstaklega orðið mun meira en áður var og 3500+ lbs tæki sem er að keyra 10sek ferðir eða jafnvel fljótar
mun hitna og það verulega.

Td sauð vatnið bæði hjá Gæa og Danna um daginn þegar þeir fór tvær ferðir í beit, ekki boðlegt og þarf að laga.... helst með fleirri keppendum  8-)

Með svona fáa keppendur eins og hefur verið mætti örugglega stytta viðveruna upp á braut fyrir keppendur og staff, seinka mætingartíma, byrja keppni kl 13:00
Um að gera að láta mætingarfrest ráðast af keppendafjölda.

Vonandi verða mun fleirri keppendur á næsta ári, undirritaður stefnir allavega á að taka þátt í nokkrum keppnum.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version