Author Topic: Rásnúmer  (Read 2461 times)

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Rásnúmer
« on: July 01, 2015, 12:09:02 »
Nú hefur verið tekið upp nýtt kerfi á brautinni og fá keppendur fast rásnúmer sem notast verður við í framtíðinni.
Úthlutun númera byrjaði í 0500 og fær keppandi næsta lausa númer þegar hann mætir í fyrsta sinn á æfingu eða keppni.

Stjórn klúbbsins tók einróma ákvörðum á fundi i gær að heimila keppendum að velja sér númer sem ekki hefur þegar verið úthlutað, gegn gjaldi.
Gjald fyrir sérstakt rásnúmer er kr. 10.000

Númer í boði eru 0000-9999 (þegar hefur verið úthlutað númerum frá 0500-0549 og næsta úthlutun verður því 0550)

Þá mun klúbburinn láta prenta límmiða með rásnúmerum til að líma á keppnistæki.

Hafið samband við Jón Bjarna Jónsson, keppnisstjóra, til að óska eftir sérstöku rásnúmeri
Hann er með síma 8473217 eða tölvupóst: jonbjarni@kvartmila.is