Ég hefði búið til nýjan viðburð með þessu fyrirkomulagi en ekki breytt þessari skemmtilegu götubíla keppni í hálfgert grudge race, það vantar fleirri viðburði aðra en KOTS og íslandmeistaramót í flóruna, það er ekki svo mikið um að vera hjá okkur !
Svona 1/8 allir á móti öllum keppni hefði verið fín viðbót, engin ástæða til að breyta KOTS í 1/8 keppni loksins þegar brautin er komin í fulla breidd og með lengri bremsukafla.
Sammála PGT með að það sé slæmt taka út dælubensínið, það jafnaði leikinn töluvert milli n/a og bíla með power adder, eins að hafa engar takmarkanir á dekkjastærð finnst mér ekki sniðugt. 1000-1500hp er ekki stórmál á többuðum bíl á 33X18.50-15LT ET Street DOT dekki svo að dekkin eru ekki lengur takmarkandi þáttur.
Ef þetta er eins og búið er að kynna að það verði ekki útsláttur milli allra flokka (fyrir utan Outlaw) eins og verið hefur þá finnst mér það alveg glatað, flott að veita mönnum bikar fyrir fyrsta sætið í sínum flokk en svo þarf að vera "allt flokkur" í restina eins og verið hefur til að krýna kónginn..,,það er jú bara einn kóngur.