Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

KING OF THE STREET

<< < (2/3) > >>

SPRSNK:

--- Quote from: PGT on July 14, 2015, 00:04:37 ---Hægt að nálgast tímana einhvers staðar? :)

--- End quote ---

www.1320go.com

Lenni Mullet:
Það hefði verið ógeðslega gaman að mæta.

Ætla að reyna að komast allavega á eina keppni hjá ykkur í sumar

ÁmK Racing:
Þessi keppni er ein sú mest spennadi sem ég hef séð hér á landi =D>Þetta fyrirkomulag er algjörlega frábært og það flottasta við þetta allt að sneggsta tækið vann ekkert endilega altaf sýna ferð eins og úrslitinn sýna.Ég vill þakka öllum sem komu að og gerðu þennan dag eins flottan og skemmtilegan og hann var.Ég átti glimrandi dag með mínum vinum og ekki skemmti það að okkar maður varð KING OF THE STREET 2015.Takk fyrir mig.Kv Árni Kjartans

SPRSNK:
Stjórn klúbbsins leggur til breytingar á KING of the STREET á árinu 2016.

Keppnin verði þriggja daga keppni frá föstudegi til sunnudags.
Keppt verði í 1/8 mílu, 1/4 mílu, Hringakstri/Time attack og Auto-X - einn flokkur bíla og einn flokkur mótorhjóla.
Veitt verða stig fyrir hverja keppni fyrir sig, jafnmörg heildarstig fyrir hverja grein fyrir sig en stig verði veitt með eftirtöldum hætti:
Í 1/8 mílu og 1/4 mílu þar verða veitt stig fyrir viðbragðstíma, 60 fet tíma, 1/8 tíma og 1/4 tíma.
Í hringakstri og Auto-X verða veitt stig fyrir besta tíma í ferð og besta meðaltíma þrigga bestu ferða.
Allir fá stig og fer stigafjöldi eftir fjölda keppenda (ekki búið að útfæra endanlega).
Aukastig veitt fyrir að taka þátt í öllum greinum og jafnvel eitthvað fleira!

Verðlaun veitt fyrir þrjú efstu sætin í hverri keppnisgrein fyrir sig.

King of the Street verður sá sem fær flest stig samtals.

Það keppnisform sem notast var við s.l. sumar verður notað í 1/8 mílu hluta KOTS sem og í opnunarmóti sumarsins 30. apríl þ.e.  1/8 míla / Pro Tree / Second Chance

1965 Chevy II:
Hvers vegna má King of the street ekki vera eins og hún var og þessi þriggja daga keppni vera nýr viðburður í flóruna ?

Er þetta bara mission að hafa KOTS ekki eins og hún var ?

Með þessu formi eru öflugustu eldri bílarnir ekki að fara láta sjá sig.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version