Til hamingju með afmælið öll sömul, og takk fyrir glæsilega hátið svona langa helgi.
Hvernig þótti mönnum að vera á brautinni svona að kvöldi til?
Persónulega finnst mér þetta skemmtilegra fyrirkomulag, allavega til að hafa þó ekki nema einu sinni á ári.
Ef að pittur lokaði kannski fjögur/fimm, tímatökum og uppröðun lyki fyrir sjö og keppni hæfist klukkan átta á kvöldin eftir matarhlé.
Hvað finnst þér?