Nú tel ég að það sé komið að sérsamböndunum að setja betri reglur um það hvernig met eru sett sem og hvernig tilkynna skuli og birta íslandsmet.
Þá er ég að tala um hvernig upplýsingarnar eru settar fram og hvernig keppnishaldarar tilkynni um metin.
Einnig þarf að tryggja að sérsamböndin sinni þessu hlutverki sem og öðrum sem þeim eru falin.
Klúbbarnir eiga síðan að halda utan um brautarmetin á sinni braut að mínu mati.
Eitt af þvi sem að kveður á í núverandi reglum er að flokkaskoða eigi tæki þegar met eru sett Ég man ekki eftir að það hafi verið framkvæmt sl. ár
Þetta eru reglurnar sem eru á heimsíðu KK en mig minnir að þær hafi verið teknar upp óbreyttar í reglugerð AKÍS um íslandsmet.
þó er stefnt að því að fella niður lið nr. 13 á næsta þingi.
Reglur um met.
1. Met eru sett undir eftirliti keppnistjórnar og aðeins í gildi séu þau sett í keppni
2. Öll tæki skulu vandlega skoðuð skv. Flokkareglum. 3. Styðji keppandi ekki nýtt met í keppni eru 2 stuðningsferðir heimilar í lok keppni.
4. Stuðningstími sé 1% frá nýjum tíma. Fari keppandi 2 ferðir undir gildandi meti og þær séu ekki innan við 1% frá hvor öðru þá gildir betri tíminn eða meiri hraðinn sem stuðrningur við lélegri tímann og/eða minni hraðann.
5. Í sandspyrnu er stuðningstími 2% frá nýjum tíma.
6. Öll met eru reiknuð uppá 1/1000 úr sekúndu en hraðamet uppá 1/100 kmst.
7. Séu tveir keppendur uppá 1/1000 í sömu keppni, skráist metið á þann er mældist á meiri hraða í þeirri ferð er metið var sett. Sé enn jafnt, gildir metið er fyrr var sett.
8. Sé met jafnað skal sá eiga það er fyrr setti það.
9. Ef tveir eru jafnir með hraðamet, þá á sá metið er fór á bestum tíma í viðkomandi ferð.
10. Hraðamet eru óháð tímametum.
11. Keppandi getur ekki sett með á einu ökutæki og keppt svo á öðru í útslætti.
12. Aðeins er eitt met skráð fyrir hvern flott í lok hverrar keppni.
13. Met eru gild í 2 ár, eftir það eru þau hækkuð um 20/100 og svo 10/100 ár hverju ári eftir það. Reglubreytingar geta ógilt met.