Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

Íslandsmet í mældu vélarafli

(1/4) > >>

baldur:
Nú um helgina var sett íslandsmet í mældu vélarafli út úr bensínknúinni bílvél og það var á aldraðri Ford 302 með Holley 4 hólfa rafmagnsblöndung og túrbínu. Talan var ekki mjög há en þar sem engin önnur bensínknúin bílvél hefur verið mæld á þennan hátt hérlendis og díselvélarnar sem ég hef mælt áður skila minna afli er engu að síður um met að ræða.
212 hestöfl og 525 newtonmetrar á 2900 RPM. Reyndar hafðist ekki að prófa á hærri snúning þar sem vélin fór alltaf að banka þegar gefið var í svo hætta þurfti prófun. Svo á endanum rifnaði spíssahaldarinn af spjaldhúsinu og þegar búið var að laga það fór heddpakkning. Nú stendur til hjá eiganda að lækka þjöppuna og svera upp heddboltana og verður líklega gerð önnur tilraun innan fáeinna mánaða.



Kiddi:
 :lol:

Snillingur!!

Loks náði Ford merku meti hérlendis :!:

palmisæ:
Þetta er glæsilegt. Það er löngu komin tími á að það sé hægt að Dyno-a vél á þessu landi :D

Kristján Skjóldal:
 =D> =D> =D> =D>

Comet GT:
Sé ég rétt, er hann með grein öðru megin og flækju hinu megin?

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version