Author Topic: NO E/T Racing.  (Read 4226 times)

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
NO E/T Racing.
« on: May 23, 2015, 21:22:29 »
það er alltof mikið af græjum til hér á landinu til að það séu ekki allir vegir kannaðir til að fá þessar græjur uppá braut. Hér áður fyrr var það malarvegurinn umdeildi sem hamlaði mönnum því að koma með Muscle Car tækin sín uppeftir. Nú er malbikuð og skjólgóð aðkoman fyrir löngu, löngu, löngu komin en ekkert bólar enn á þessum bílum. 

Það skyldi þó ekki vera að menn hafi svo háar væntingar um getu græjanna að þeir vilji ekki koma?

Er málum þannig háttað hjá áhugamönnum um kraftakagga að þeir telji að enginn eigi erindi uppá braut nema keyra í átta sekúndum?

Vita menn ekki að bíll sem getur farið 14 sekúnda ferðir er hættulega hraðskreiður bíll á götunni?

Götuspyrnan, mótaröðin sem klúbburinn tók þátt í, í fyrra, skilaði snefilmagni af klassíkerbílum.
Sorry Danni.
 King of Street? Nennir enginn að keppa nema til að vinna? 

Við höfum einhverja muscle car deild innan klúbbsins, ég veit ekki hversu margir eru þar, en feisbúkk hópurinn telur fleiri meðlimi en greidda félagsmenn klúbbsins, og ekki eiga allir bíla auðvitað, en kannski 30% þeirra.

Bílasýningar klúbbsins, ómægat!!! Hvar eru allir þeir bílar eiginlega? Þvílíki haugurinn af bílum!
Afhverju náum við ekki að lokka þessa strumpa til að keyra bílana uppá braut?
Erum við svona ógeðslega leiðinlegir?
Ekki minnast á að það vanti útbúnaðinn í þessum sýningartækjum undanfarin ár, þeir eru allmargir þessir gaurar með flottara drasl en við í Finnbjörnsson Racing erum að brúka...

 
Er kominn tími til að opna á umræðu um Grudge Racing, eða No E/T Racing?

Þessir gaurar geta þá komið,
borgað keppnisgjaldið,
sett upp sínar ferðir sjálfir innan þeirra bíla sem eru merktir NO E/T í rúðunni,
(ætti finnst mér að skylda veðmál að lágmarki 5000kall) Þeir geta gefið hver öðrum forskot, stage á afturdekki eða með öðrum hætti.
keyrt ferðir á móti hver öðrum þegar það kemur enginn tími á skiltin,
og þulurinn ræðir um allt nema tímann sem þeir fóru.
Engar reglur, ekkert vesen!


Er þetta eitthvað sem við getum reynt?
Sama fyrirkomulag mætti bjóða öllum þessum herskara öflugra mótorhjóla sem spyrnir á götunni en kemur ekki á brautina í tímamælingu..


Þetta snertir mig svosum lítið, annað en ég vil sjá klúbbinn vaxa og dafna.
 Ég lýg því reyndar, mig vantar þessa gaura til að keyra svo ég geti kælt lengur...
 

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: NO E/T Racing.
« Reply #1 on: May 23, 2015, 21:24:43 »
Heyr, heyr!!!

=D> =D> =D> =D> =D> =D> =D> =D> =D> =D> =D> =D>

Offline Lindemann

  • Certified safety inspector
  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 538
    • View Profile
Re: NO E/T Racing.
« Reply #2 on: May 23, 2015, 21:42:37 »
Frábært innlegg!
Kv. Jakob B. Bjarnason

Offline Daníel Hinriksson

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 148
    • View Profile
Re: NO E/T Racing.
« Reply #3 on: May 24, 2015, 11:10:47 »
Það væri ekki leiðinlegt að fá fleiri vöðvatæki uppá braut. Virkilega góð hugmynd með No E\T  =D> =D> =D>
Kveðja Daníel Hinriksson.

Chevrolet Camaro´78 sbc383

Offline Páll Sigurjónsson

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 114
    • View Profile
Re: NO E/T Racing.
« Reply #4 on: May 27, 2015, 09:48:40 »
Blessaðir

'Eg hef hugsað þetta sama eftir Ameríkuferðir því þar er þetta mikið notað en ekki þorað að að skrifa um þetta því að ég hélt að maður fengi skot hríðina yfir sig. Þetta er snildar form fyrir suma og held að þetta gæti lokkað marga uppeftir en Íslendingar eru hræddir við að tapa og er svakalega spé hræddir þegar kemur að þeim málum. En það verður alltaf einhver að tapa. Það er sniðugt að vera með no et racing og láta þá leggja undir 5000 kall og segjum að klúbburinn fá 1000 eða 1500 kall og hitt fer í pott sem fyrsta sætið tekur. En þetta kannski gengur í nokkrara keppnar eða þangað til að einn vinnur alltaf og þarf að setja reglur. En svona rúllar þetta í gegnum árin. Þetta er drullu sniðugt system og virkar frábærlega þar sem ég hef séð en er hræddur við þetta hérna á Íslandi. Við erum svo spes:).

Palli
AMC Magic

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: NO E/T Racing.
« Reply #5 on: May 27, 2015, 19:19:35 »
já maður skilur ekki af hverju menn/ konur mæta ekki með sýnar græjur ! ég man eftir kvartmílu keppni sem 64 voru skráðir í \:D/ það var fjör
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal