Author Topic: Nú 40 ára afmælisár klúbbsins er að líða  (Read 2840 times)

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Nú 40 ára afmælisár klúbbsins er að líða
« on: December 28, 2015, 04:53:32 »
Nú 40 ára afmælisár klúbbsins er að líða.

Segja má að s.l. tvö ár hafi verið mjög viðburðarík. Klúbburinn hefur staðið í miklum framkvæmdum á akstursíþróttasvæði sínu og þá var haldið upp á afmælið með ýmsum hætti.

Vegleg afmælishátíð var haldin byrjun júní. Til landsins var fluttur Fire Force 3 sem er fljótasti Jet Funny Car í heimunum og sýningar haldar á Kvartmílubrautinni - var það mikil upplifun. Þá var haldin mjög eftirtektarverð bílasýning í Egilshöllinni. Driftsýning var haldin í júlí á nýju hringakstursbrautinni. Í október var svo afmæliskaffi í félagsheimili klúbbsins og þangað boðið félagsmönnum, aðilum úr íþróttahreyfingunni, stjórn og ráðum Hafnarfjarðarbæjar.

Framkvæmdir hafa verið við félagsheimili klúbbsins og nýja stjórnstöð ásamt og geymsluhúsnæði. Lokið var við að beikka kvartmílubrautina í 17m og öll brautin malbikuð frá 200m til enda brautarinnar. Framkvæmdir við ökugerði hófust í lok árs 2014 og er þeim að mestu lokið. Ökugerðið er unnið skv. kröfum Samgöngustofu í samvinnu við Ökukennarafélag Íslands og Ökuskóla 3. Tilurð ökugerðis lagði grunninn að nýrri hringakstursbraut klúbbsins sem að nú er orðin um 1.700m löng með breikkun vestari hluta tilbakabrautarinnar og tengingum hennar inná kvartmílubrautina. Bygging þjónustuhúss við ökugerðið er að hefjast á vegum Ökuskóla 3 og áætlað að taka það í notkun vorið 2016.

Verið er að leggja drög að 3. áfanga hringakstursbrautar með því að slétta það svæði með stórvirkri jarðýtu og mótaður verður grunnur að sandspyrnubraut sunnan kvartmílubrautarinnar. Nú í haust hefur verið tekið á móti mjög miklu af jarðvegsefnum sem hefur verið notað til að móta enn frekari manir sem afmarka akstursíþróttasvæði klúbbsins auk þess að mynda skjólveggi, öryggisveggi og áhorfendasvæði.

Hefðbundið keppnishald í kvartmílu var á árinu.
Þá voru nýjar keppnisgreinar kynntar með sýningum og æfingum í drifti, Auto-X og hringakstri.
Einnig hafa verið haldnir félagsfundir í félagsheimilinu á veturna og Muscle Car deildin rúntaði nokkrum sinnum í sumar.

Stjórn klúbbsins óska félagsmönnum sínum, styrktaraðilum og vildarvinum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir árið sem er að líða.

« Last Edit: December 28, 2015, 17:19:07 by SPRSNK »