Author Topic: Ford Sierra Rs Cosworth  (Read 2857 times)

Offline Siggi_Sierra

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 18
    • View Profile
Ford Sierra Rs Cosworth
« on: October 14, 2014, 20:17:35 »
Ætla prófa auglýsa þennan.

Um er að ræða Ford Sierra Rs Cosworth '85.

Búið er að setja stærri Hybrid Garret túrbínu (t34.55) sem er á rúllulegum 360° og vinnur á 32 psi þrýstingi,
stærri spíssa (Siemens Black DEKA 550 cc),
3 bar MAP sensor,
ECU frá Sapphire L6 -tölvan var send til MSD i desember 2009 og endurforrituð,
sterkari actuator (t34),
öflugri beintengda bensíndælu (Bosch 044)
öflugri bensínþrýstings jafnara frá FuelLab,
Group A háspennukefli,
GGR silicone hosur,
RS500 Intercooler frá GGR,
80 mm downpipe og púst (ryðfrítt),
Group A dumpvalve,
K/N loftsía,
Group A loftintak,
Group A ryðfrítt olíu öndunarkerfi (Oil Reservoir and Breathing system) frá GGR,
High Performance kertaþræðir,
Ný tímareim, vatnslás og pakkdósir framan á vél.
Nýjir diskar og klossar aftan.
Nýleg Spec kúpling gefin upp fyrir 700nm í tog.
Original Recaro stólar.
5 punkta belti.
Veltibúr.
Skráður 1181kg.
5 gíra WC T5 gírkassi.
Skoðaður með 15 miða.
Skráður fornbíll þannig engin bifreiðagjöld og lágar tryggingar.
Ekinn um 40.000km
Ný framdekk og hálfslitin afturdekk (Sumardekk auðvitað)

Drif
Afturhjóladrifinn með diskalæst drif frá Supru með 4,1:1 hlutföllum.

Vél:
Vélin er keypt ný hjá Phil Jones Engine Development í Englandi, 15. ágúst 1996. Þetta er 2,0 lítra YB Cosworth túrbó vél en í henni er ýmislegt góðgæti s.s. þrykktir stimplar, stál sveifarás, sterkari stimilstangir og fleira.
Þegar Ford Pinto bílarnir voru framleiddir, völdu Cosworth framleiðendurnir sérstaklega af færibandinu blokkir sem stóðuEst strangar mælingar, og þær síðan notaðar í Cosworth vélarnar. Samsetningin fór fram í Genk í Belgíu.
Vélin í þessum bíl er ekin um 40.000 km í dag.
Vélar af þessu tagi voru 204 hestöfl á árunum 1986-7. Í þessari vél er aflið nú um 380 hestöfl við 6.800 snú/mín og togið um 540 Nm við 4.200 snú/mín. Mjög auðvelt er að auka aflið yfir 500 hö.

Á fyrstu keppni ársins 4. júní 2011 hjá Kvartmíluklúbbnum, náðist 12,7 sek tími á 1/4 mílu og 8,0 sek á 1/8 mílu.

-Bíllinn er í ökuhæfu ástandi en þarf að gera einhvern slatta fyrir hann svo áhugasamir hafið samband í pm eða í síma 774-7554 varðandi það.
-Verðið er þá 1 milljón staðgreitt en 1.3 í skiptum.
-Svona bíll útí í Bretlandi í toppstandi kostar um 4 milljónir og þá + innflutnings kostnað þannig held þetta sé mjög sanngjarnt verð fyrir þennan bíl.







« Last Edit: November 17, 2014, 22:38:00 by Siggi_Sierra »