Kvartmílan > Almennt Spjall
Hringakstursbraut og ökugerði
SMJ:
--- Quote from: SPRSNK on November 03, 2014, 19:58:22 ---
--- Quote from: SMJ on November 03, 2014, 19:44:00 ---Frábært framtak!
Hvaða öryggiskröfur eru gerðar til bíla sem keppa á þessari nýju braut?
Þarf t.d. veltiboga/búr? Öðruvísi belti? Öflugari bremsur o.s.frv.?
--- End quote ---
Work in progress ........
--- End quote ---
OK skil. En það væri ósköp gott að fá þetta á hreint fyrr en seinna, fyrir okkur sem eru að breyta bílunum fyrir t.d. þessa akstursbraut ;)
SPRSNK:
--- Quote from: SMJ on November 05, 2014, 17:15:21 ---
OK skil. En það væri ósköp gott að fá þetta á hreint fyrr en seinna, fyrir okkur sem eru að breyta bílunum fyrir t.d. þessa akstursbraut ;)
--- End quote ---
Þeim mun meira sem þú gerir til að tryggja þitt eigið öryggi er auðvitað sjálfsagt mál - óháð því hvaða kröfur verða gerðar.
Á næsta ári verður að mínu mati meira um brautardaga heldur en að þarna verði haldnar stórar aksturskeppnir.
Við þurfum að læra á brautina m.t.t. öryggis og gera viðeigandi ráðstafanir ef þörf verður á.
Því verða einhverjar takmarkanir á hraða og fjölda í braut til að byrja með.
En ábyrgðin hlýtur alltaf að vera hjá ökumanni og eiganda keppnistækis að lágmarkskröfur um öryggi séu uppfylltar.
Ég persónulega mundi frekar ganga lengra í þá áttina að auki öryggisbúnað ökumanns og keppnistækis.
Elmar Þór:
Dettur nokkuð kvartmíla út af kortinu :(
SPRSNK:
--- Quote from: Elmar Þór on November 06, 2014, 07:52:30 ---Dettur nokkuð kvartmíla út af kortinu :(
--- End quote ---
Nei, alls ekki og ef eitthvað er þá tel ég að það verði frekar aukning í kvartmílu fremur en hitt
Rampant:
Þetta er rosalega flott. =D> Það er vel hægt að halda autocross keppni þarna með vel staðsettum keilum. 8-)
Vinsamlegast farið varlega í öryggis kröfurnar. Þeim mun strangari sem þær verða, þeim mun færri munu taka þátt. Hér í USA er SNELL SA viðurkendur hjálmur eina öryggis krafan hjá mörgum klúbbum. Það má heldur ekki fara fram úr nema ökumaður bílsins fyrir framan hægi á sér og veifi bílnum fyrir aftan að fara fram úr. Þetta er gert til þess að leyfa sem flestum að taka þátt.
Hér má tildæmis fynna reglugerð fyrir COMSCC http://www.comscc.org/rules/rulebooks/COMSCC-2013-Rules-FINAL.pdf
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version