Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
Skráningar í Þriðju umferð íslandsmótsins í kvartmílu og KOTS
Harry þór:
Ég fór uppá braut kl ca 14.47 og það kom svona smá úði á framrúðuna , þetta er helvíti tæpt fyrir avöru racera kanski okey fyrir KOTS. Ætla rétt að vona að það fari rigna fyrir allan aurinn.
Eitthvað eiga sumir eftir að röfla.
Hef það eftir ábyggilegum heimildum að 20 sept verði frábær dagur.
Mbk harry þór
Gretar Franksson.:
Fyrstu droparnir komu kl.15.30 það hefur verið alveg þurrt fram að því. Þetta staðfestir hversu veðurspáin er stundum óáreiðanleg. Mæli með að þegar veðurspáin er "tvísýn" með það hvort rigni eða ekki þá sé tekin ákvörðun sama dag og þá einnig hvort mögulegt sé að halda keppnina daginn eftir. Spáin fyrir morgundaginn er bara rigning og nokkuð örugg. Þessi skrif um veðrið og aðstæður er bara málefnaleg umræða sem ætti að vera sjálfsögð.
GF.
SPRSNK:
Undanfarin ár hefur verið nokkuð góð sátt um þá aðferð sem keppnisstjórn hefur notast við þ.e. að ákveða í síðasta lagi á hádegi á föstudegi hvort að fresta skuli keppni. Það er gert m.a. vegna þeirra sem koma utan af landi. Það hefur sýnt sig að erfitt er að reiða sig á veðurspár en ekki er um aðra kosti að velja. Í dag áttu að fara fram tvær keppnir og því nokkuð stór viðburður fyrir alla sem að koma og ekki má gleyma því að klúbburinn byggir starfsemi sína á tekjum af viðburðum sem þessum.
Upp úr kl. 3 byrjaði að rigna og því hefði ekki verið hægt að ljúka dagskrá dagsins.
Keppnisstjórn telur því að ákvörðun um frestun hafi verið rétt og ekki síður í ljósi þess hversu erfið biðin reyndist síðasta laugardag þegar ekki tókst að hefja keppni.
1965 Chevy II:
--- Quote from: Harry þór on September 06, 2014, 15:39:28 ---þetta er helvíti tæpt fyrir avöru racera kanski okey fyrir KOTS.
.
Mbk harry þór
--- End quote ---
Er þetta grín ?!?!?
Harry þór:
Auðvitað er þetta grín. En öllu gríni fylgir einhver alvara. Akkurat kl ca 14.47 hefði trackið verið okey fyrir þá bíla sem mættu á KOTS um síðustu helgi. Það sýndi sig þrátt fyrir að starfsmenn reyndu hvað þeir gátu að tracka brautina ,enda gékk það ekki fyrir OF. Hef nettar áhyggjur af því hvað track vinna er dýr og tricky.
Maður hefur nú heyrt það áður frá alvöru racerum að allt annað en stórir slikkar er ekki racing.
Við hefðum getað keyrt KOTS um síðustu helgi og 3 umferð Íslandsmóts í dag , en maðurinn er aldrei eins vitur eins og eftirá.
Mbk Harry Þór
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version