Sælir
Það eru nokkrir 8 og 9 sek bílar skráðir í KOTS sem eru að skila meira afli heldur en meirihlutinn í OF og allir á minni dekkjum, ef það er ekki racing þá veit ég ekki hvað.
Þó að þeir hafi ekki allir verið mættir í rigninguna síðast þá má nú varla reikna með því að þeir mæti ekki núna heldur, svo halda upprunalegar skráningar sér þó það sé frestað og alls ekki víst að menn komist þegar það er búið að fresta.
Við erum svo lánsamir að Piero hjá BJB pústþjónustu hefur styrkt okkur mikið og meðal annars með því að gefa okkur slikkana til að draga gúmmí en vissulega er töluverður kostnaður við að undirbúa brautina fyrir keppnir og æfingar. Það hefur þó gengið ágætlega reksturinn undanfarin ár og félagið átt peninga til að framkvæma helling.
Það hefði verið flott að keyra þessar keppnir þegar hinsegin dagar voru og á menningarnætur "degi", það voru með betri dögum á árinu en því miður ekki mannskapur til að keyra keppnir. Nú stendur til að þjálfa nýja menn upp í að læra á tímatökubúnaðinn svo það verður vonandi auðveldara að eiga við keppnishaldið og æfingar á næsta ári. Vonandi koma sem flestir
að læra á græjurnar.