ég ætla ekki að vera með leiðindi því ekki hef ég gefið kost á mér að keyra keppnir eða æfingar og eiga þeir aðilar stórar þakkir fyrir það framlag sem þeir leggja á sig til þess að ég geti keyrt. Einhver tíman man ég eftir því að æfingar voru keyrðar í miðri viku, langt fram á kvöld, jú ekki kemur blessuð dimman til okkar á sumrin þó hún sé mætt núna um 22. Og man ég eftir því að haldnar voru kvöldmílur einhver tíman, alltaf sjarmi yfir því.
Það hefði verið gaman hefði verið hægt að halda eina æfingu í mánuði í sumar, anskotin hafi það að maður hefði ekki getað gefið kost á sér að vinna á einni æfingu á heilu sumri
Ekki er hægt að þræta fyrir það að sumarið hefur verið mjög dapurt hvað varðar opnun og nýtingu á braut og mætingarlega séð hjá ökuþórum, það er lítill tilgangur að tjalda til og halda æfingu þegar fáar hræður mæta til að spóla, en kannski ekki marktækt þar sem fáar æfingar hafa verið og lítið eða illa auglýstar
og ekki hefur blessað veðrið verið með okkur.
Áhuginn er til staðar í mönnum og konum held ég ennþá, en hann virðist dafna, því miður. Ekki hef eg lent í leiðindum við mitt trygginarfélag eins og svo oft áður hefur verið með að fá viðauka, kostar litlar 5600 krónur yfir sumarið en er það kannski dýrt fyrir eina æfingu, en held þó ekki þar sem það er nánst eins og ein bíóferð með viðkomu í hamborgara sjoppu.
En hvað um það vonandi siglir sportið okkar í rétta átt á komandi sumri og við fáum mikið líf og nóg að fólki til að keyra, því ekki er annað hægt að segja en að svæðið og öll aðstað hefur gjörbreyst á síðustu árum, er aðstaðan sem við höfum uppfrá orðin mun betri og flottari en víða í USA og eigum við að vera stoltir af svæðinu og reyna að koma þessari íþróttagrein á hærra plan í samfélaginu, erum jú með iðkanda hóp frá 17-70 ára sem er nokkuð breyður hópur.
Elmar