Author Topic: Ónýttir sólardagar á brautinni !  (Read 7609 times)

Offline 65tempest

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 113
    • View Profile
Ónýttir sólardagar á brautinni !
« on: August 13, 2014, 18:29:50 »

HVERNIG ÞARF VEÐRIÐ AÐ VERA TIL AÐ EITTHVAÐ SÉ KEYRT Á BRAUTINNI ?

Eftir tvo leiðindamánuði veðursfarslega þá loksins lætur sólin sjá sig, en þá gerist það undarlega að kvartmilubrautin er lokuð. :-({|=

Svar óskast

kveðja
Rúdólf
Rúdólf Jóhannsson (892-7929) #34

Offline ÁmK Racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 679
    • View Profile
Re: Ónýttir sólardagar á brautinni !
« Reply #1 on: August 13, 2014, 22:52:34 »
Off topic en verður bílum eitthvað leyft að keyra á Laugardaginn.Þá er ég að tala um eftir hjóla dæmið?Kv Árni
Camaro 92 632 cid.
  Fljótasti Door Slammer á landinu.
Camaro Z28 84 355 cid
Árni Már Kjartansson.

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Re: Ónýttir sólardagar á brautinni !
« Reply #2 on: August 14, 2014, 11:49:26 »
Sælir.

Brautin var opin á sunnudaginn fyrir alla eftir kl 16. Það komu aðeins 4 bílar. [-X
Ingólfur Arnarson

Offline 65tempest

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 113
    • View Profile
Re: Ónýttir sólardagar á brautinni !
« Reply #3 on: August 14, 2014, 15:43:04 »

Er þá einungis gert ráð fyrir tveimur tímum í eftirmiðdegi á sunnudegi fyrir félagsmenn með bíla á tveimur helgum.

Þá má einnig spyrja hvers vegna brautin var ekki opin á síðast laugardag, besta góðviðrisdegi sumarsins ?

Auraáð klubbsins eru kannski farin að draga allan vilja úr mönnum. :-({|=
Rúdólf Jóhannsson (892-7929) #34

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
Re: Ónýttir sólardagar á brautinni !
« Reply #4 on: August 14, 2014, 16:27:57 »
það kemur sól og þá eiga bara menn að taka sér frí og opna brautina svo sumir geti prófað ? Þetta þykir mér vera frekjulæti.

Og þessir sumir mæta svo ekki þegar það er auglýst keppni hvað þá á æfingar vegna þess að klukkan er of margt og á röngum degi.

það er eitt ráð við þessu og það er ráða menn til að hafa brautina klára þegar viðrar , þyrfti ekki nema svona 5 kalla sem væru bara í startholunum og veðurspána á hreinu.  Þetta gerir 1,5 mill per mán + launatengd gjöld  og reiknið svo !

mbk harry Þór í sólskinsskapi
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline 65tempest

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 113
    • View Profile
Re: Ónýttir sólardagar á brautinni !
« Reply #5 on: August 14, 2014, 16:56:39 »
Já já, launatengd gjöld ............bla , bla , bla .   Klúbburinn er búinn að vara starfandi í um 40 ár án einhverra launatengdra gjalda...................... Nú eru liðnar c.a 16 vikur af tímabilinu og hvað höfum við verið með, 3 uppákomur fyrir félagsmenn. Er til of mikils ætlast að reynt sé að gera eitthvað aðeins betur ?

Mér sýnist þú vera á sá eini sem er með frekjulæti.  :-({|=


kv.
Rúdólf
Rúdólf Jóhannsson (892-7929) #34

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Re: Ónýttir sólardagar á brautinni !
« Reply #6 on: August 14, 2014, 17:07:20 »

Er þá einungis gert ráð fyrir tveimur tímum í eftirmiðdegi á sunnudegi fyrir félagsmenn með bíla á tveimur helgum.

Þá má einnig spyrja hvers vegna brautin var ekki opin á síðast laugardag, besta góðviðrisdegi sumarsins ?

Auraáð klubbsins eru kannski farin að draga allan vilja úr mönnum. :-({|=

Brautin er opin samkvæmt dagatali. Við bættum inn æfingu á sunnudaginn og hún var ekki lengri þar sem mætingin var óveruleg.

« Last Edit: August 14, 2014, 18:11:04 by SPRSNK »
Ingólfur Arnarson

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Re: Ónýttir sólardagar á brautinni !
« Reply #7 on: August 14, 2014, 17:08:48 »
Já já, launatengd gjöld ............bla , bla , bla .   Klúbburinn er búinn að vara starfandi í um 40 ár án einhverra launatengdra gjalda...................... Nú eru liðnar c.a 16 vikur af tímabilinu og hvað höfum við verið með, 3 uppákomur fyrir félagsmenn. Er til of mikils ætlast að reynt sé að gera eitthvað aðeins betur ?

Mér sýnist þú vera á sá eini sem er með frekjulæti.  :-({|=


kv.
Rúdólf


Það er ekki rétt að það hafi einungis verið 3 uppákomur í sumar.
Ingólfur Arnarson

Offline 69Camaro

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 216
    • View Profile
Re: Ónýttir sólardagar á brautinni !
« Reply #8 on: August 14, 2014, 18:40:23 »

Sælir félagar !

Það er kannski spurning þegar að sumrin eru svona í lélegri kanntinum eins og nú og í fyrra vegna veðurs hvort að mætti ekki reyna að smella inn æfingum frá 16:00 - 21:00 í miðri viku. Þetta mætti auglýsa upp með skömmum fyrirvara á netinu. Hálf grátlegt að missa niður þessa sólríku daga sem þó gefast.

En ef menn geta þetta ekki vegna ákv. launakrafna eins og Harry virðist helst kjósa þá er þetta náttúrulega ekki hægt. Það hljóta samt einhverjir aðrir en Harry að vera tilbúnir til að gera þetta eins og áður í sjálboðavinnu.

Það hljómar þó kannski sem frekjulæti að láta sér detta í huga að menn geri eitthvað frítt í dag.

kv.
Ari
Ari Jóhannsson
1969 Camaro, N/A   8.55 ET / 160,7 MPH., 5.34 /130.0 MPH 1/8, 1.22 60ft.

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Re: Ónýttir sólardagar á brautinni !
« Reply #9 on: August 14, 2014, 18:46:26 »
Sæll Ari.

Þetta var rætt á síðasta fundi sem var fyrir viku. Menn komast ekki fyr en kl 19 og þá teljum við að það sé of stutt í mirkur.

Það er mikið að gera hjá flestum.

Kv Ingó.
Ingólfur Arnarson

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: Ónýttir sólardagar á brautinni !
« Reply #10 on: August 14, 2014, 19:10:48 »
Klúbburinn er ekki á þeirri leið að fara greiða fyrir keppnishaldið en vantar sárlega sjálfboðaliða!
Það eru alltof fáir sem eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum fyrir klúbbinn án þess að til þeirra sé leitað sérstaklega og þá helst á hnjánum.  [-o<

Klúbburinn hefur í sumar fylgt áður útgefinni dagskrá með tilheyrandi tilfærslum og æfingum verið bætt við júní og júlí með skömmum fyrirvara ... einungis KOTS hefur ekki komist á dagskrá.

Loks þegar sólin lætur sjá sig er ekki alltaf víst að þeir fáu sem tilbúnir hafa verið í sjálfboðavinnu séu tiltækir m.a. vegna annarra viðburða í mótorsporti, vinnu eða sumarfría.



Offline 66MUSTANG

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 122
    • View Profile
Re: Ónýttir sólardagar á brautinni !
« Reply #11 on: August 14, 2014, 21:37:07 »
En ef það eru svona fáir sjálfboðaliðar í boði er þá ekki hægt að opna þráð þar sem menn geta skráð sig sem slíkir og svo ef eithvað er að gerast má hafa samband við þá?
Ég er alveg til í að leggja mitt af mörkunum þegar ég er á landinu og klúbbnum vantar hjálp.
Verum frekar jákvæðir og höldum þessu sporti uppi frekar en að sitja heima og kvarta á netinu yfir öllu sem ykkur fynst illa fara.
LOOKS LIKE PONY DRIVES LIKE STALION.
Bjarni Halfdanarson

Offline Elmar Þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 704
    • View Profile
    • http://www.cardomain.com/ride/2256211/1
Re: Ónýttir sólardagar á brautinni !
« Reply #12 on: August 15, 2014, 00:17:50 »
ég ætla ekki að vera með leiðindi því ekki hef ég gefið kost á mér að keyra keppnir eða æfingar og eiga þeir aðilar stórar þakkir fyrir það framlag sem þeir leggja á sig til þess að ég geti keyrt. Einhver tíman man ég eftir því að æfingar voru keyrðar í miðri viku, langt fram á kvöld, jú ekki kemur blessuð dimman til okkar á sumrin þó hún sé mætt núna um 22.  Og man ég eftir því að haldnar voru kvöldmílur einhver tíman, alltaf sjarmi yfir því.
Það hefði verið gaman hefði verið hægt að halda eina æfingu í mánuði í sumar, anskotin hafi það að maður hefði ekki getað gefið kost á sér að vinna á einni æfingu á heilu sumri :(
Ekki er hægt að þræta fyrir það að sumarið hefur verið mjög dapurt hvað varðar opnun og nýtingu á braut og mætingarlega séð hjá ökuþórum, það er lítill tilgangur að tjalda til og halda æfingu þegar fáar hræður mæta til að spóla, en kannski ekki marktækt þar sem fáar æfingar hafa verið og lítið eða illa auglýstar :( og ekki hefur blessað veðrið verið með okkur.
Áhuginn er til staðar í mönnum og konum held ég ennþá, en hann virðist dafna, því miður. Ekki hef eg lent í leiðindum við mitt trygginarfélag eins og svo oft áður hefur verið með að fá viðauka, kostar litlar 5600 krónur yfir sumarið en er það kannski dýrt fyrir eina æfingu, en held þó ekki þar sem það er nánst eins og ein bíóferð með viðkomu í hamborgara sjoppu.
En hvað um það vonandi siglir sportið okkar í rétta átt á komandi sumri og við fáum mikið líf og nóg að fólki til að keyra, því ekki er annað hægt að segja en að svæðið og öll aðstað hefur gjörbreyst á síðustu árum,  er aðstaðan sem við höfum uppfrá orðin mun betri og flottari en víða í USA og eigum við að vera stoltir af svæðinu og reyna að koma þessari íþróttagrein á hærra plan í samfélaginu, erum jú með iðkanda hóp frá 17-70 ára sem er nokkuð breyður hópur.

Elmar
Elmar Þór Hauksson
Big bad racing plymouth
------------------------------------
Plymouth Road Runner '69
Plymouth Fury '71
Jeep Cherokee '90
Benz E220 '96
Benz E250 '95

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
Re: Ónýttir sólardagar á brautinni !
« Reply #13 on: August 15, 2014, 08:55:51 »
Bara svo það sé á hreinu þá er ég ekki að leita að vinnu. Ég hef verið virkur sem starfsmaður í keppnum og keppandi undanfarin 10 ár. Ég hef líka tekið eftir því að öll sú vinna sem unnin er í þágu klúbbsins er unnin af stjórnarmönnum. Þegar kallað er eftir hjálp þá mæta ca 2 - 5 og rétta hönd. Með þessu fyrir komulagi þá brenna menn upp og fá nóg eins og dæmin sýna.
Svo þegar sumir eru að kvarta yfir að starfsemin sé ekki eins og þeir vilja sé ég mig knúinn til að leggja orð í belg.
Það er cirka plan yfir sumarið og ég hef tekið eftir að stundum er bætt við þetta plan og er það gott en ætlast til að menn stökkvi til og breyti sýnum persónulegu plönum vegna þess að sólin sýni sig og ég er tilbúinn með bíl, er bara?

Til skyringar fyrir suma.

Agnar og hans félagar keyrðu starfið áfram í mörg ár , fengu nóg.
Davið og hans félagar keyrðu starfið áfram í mörg ár , fengu nóg.
Rúdolf og hans félagar keyrðu starfið áfram í mörg ár og fengu líka nóg.

Þarna eru svona 50 kallar sem brunnu upp og hafa varla komið uppá braut síðan og ég þykist vita ástæðuna , tala af reynslu.

Núna eru þarna menn og konur sem eru að gera sitt besta sem ég klappa fyrir.



Mbk harry þór
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: Ónýttir sólardagar á brautinni !
« Reply #14 on: August 15, 2014, 11:38:21 »
Svona til gamans þá hefur dagskráin í sumar verið á þennan veg .... þegar ekki hefur ringt þ.e.a.s.
  
31. maí 2014 Íslandsmót í kvartmílu (frestað til 7. júní)  
  7. júní 2014 Íslandsmót í kvartmílu
28. júní 2014 Íslandsmót í kvartmílu
12. júlí 2014 King of the Street (frestað til 30. ágúst)
26. júlí 2014  Íslandsmót í götuspyrnu 1/8 míla
10. ágúst 2014 MSÍ hjóladagur (brautardagur)
16. ágúst 2014 30 ára afmælismíla Sniglanna (aflýst)
30. ágúst 2014 Íslandsmót í kvartmílu/King of the Street
 
og æfingar sem hafa verið í lok keppni eða settar á með stuttum fyrirvara

  7. júní 2014 Æfing að keppni lokinni
22. júní 2014 Æfing
28. júní 2014 Æfing að keppni lokinni
20. júlí 2014 Æfing í stað KOTS
26. júlí 2014 Æfing að keppni lokinni
10. ágúst 2014 Æfing að brautardegi loknum
16. ágúst 2014 Æfing
 
« Last Edit: August 16, 2014, 16:46:27 by SPRSNK »

Offline 65tempest

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 113
    • View Profile
Re: Ónýttir sólardagar á brautinni !
« Reply #15 on: August 15, 2014, 15:47:27 »
Ingimundur hvað varð um Muscle car daginn ? og síðast laugardag ? ............. félagsfundir horfnir... osfrv.
Ingimundur er þetta ekki tvöfalt bókhald ? einn dagur er bara einn dagur  :lol:

Harry það voru engir orðnir þreyttir í mínum hóp á sínum tíma. Samstarfsörðuleikar innan stjórnar KK voru ástæðan..........

Starfsmenn KK á keppnum hafa staðið sig með miklum ágætum, ekkert út á þá að setja.

Það er erfitt að trúa því að engir ungir menn eða konur séu tilbúnir að starfa fyrir klúbbinn. Það verður að vera einhver starfsemi í gangi til að áhugi fólks sé til staðar.

Sjáumst á morgun á brautinni !  :-({|=

kv.
Rúdólf


Rúdólf Jóhannsson (892-7929) #34

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: Ónýttir sólardagar á brautinni !
« Reply #16 on: August 15, 2014, 17:42:04 »
bara ef allir í KK gætu verið atvinnu men í kvartmílu eins og þú Rudólf :D þá væri þetta ekkert mál 8-)
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: Ónýttir sólardagar á brautinni !
« Reply #17 on: August 15, 2014, 20:24:23 »
Við erum að fara að skoða aðstæður á brautinni og látum vita fljótlega.
Við reynum að keyra á morgun ef mögulegt er!

Offline Smári Kristjáns

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 17
    • View Profile
Re: Ónýttir sólardagar á brautinni !
« Reply #18 on: August 15, 2014, 21:13:26 »
Nú er ég alveg gáttaður sláið af Hjólamílu Snigla á 30 ára afmælisári vegna lélegrar þátttöku hvernig hefði verið að sníða keppnina þannig að fleiri hefðu skráð sig,og á síðan að halda kannski æfingu,hefði æfing ekki getað verið á undan hjólum.
Kveðja  Smári Kristjáns

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
Re: Ónýttir sólardagar á brautinni !
« Reply #19 on: August 15, 2014, 21:16:40 »
Hvað ertu að tala um Smári?
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph