Author Topic: Af æfingum og nýtingu brautarinnar.  (Read 3802 times)

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Af æfingum og nýtingu brautarinnar.
« on: August 25, 2014, 19:15:59 »
Sælir,

Þar sem brautin okkar er allt of lítið opin til æfinga væri þá ekki ráð að bjóða upp á kennslu á tímatökubúnaðinn svo aðrir geti sett upp æfingar eða opna daga ?

Auðvitað þarf fólk að vinna og vera í fríi og skemmta sér en það er engin ástæða til að loka brautinni á þessum oft síðustu og bestu helgum ársins þegar verslunarmannahelgin, hinsegin dagar og menningarnótt eru, það er fullt af fólki sem hefur engan áhuga á því að vera þar eða fer þá bara eftir æfingu sem er búin um 16-17:00 yfirleitt.

Þó að brautin sé opin til keyrslu í 1-2 tíma eftir keppnir þá nýtist það ekki sem æfing / test&tune, sérstaklega ekki fyrir þá sem voru að keppa og þurfa að gera breytingar eða lagfæringar til að prufa fyrir næstu keppni. Til að prufa keppnistæki og gera breytingar þá þarf alveg daginn í það eins og við vitum með kælitíma og annað.

Þegar það eru komnir nokkrir kallar sem kunna á hugbúnaðinn þá er lítið mál að smala saman nokkrum aðilum í önnur störf til að keyra æfingu. Þá þarf tölvan að vera aðgengileg sem og lyklar að svæðinu og öryggisbílnum.

Það væri hægt að hafa svona kennslu á næstu æfingu og vera þá komnir með nokkra auka sem kunna á þetta fyrir næsta ár, ég myndi mæta í kennslu og örugglega fleirri.  :smt023
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Jón Bjarni

  • Administrator
  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 111.750
    • View Profile
    • Myndirnar mínar
Re: Af æfingum og nýtingu brautarinnar.
« Reply #1 on: August 27, 2014, 20:51:54 »
Sæll Frikki

Ég fagna alltaf að menn séu tilbúnir að koma og aðstoða okkur í að halda keppnir og æfingar.
Það hefur nú oftast verið óskað eftir fólki á vorin til að koma og aðstoða en það hefur ekki skilað miklu.

Þegar nýja stjórnstöðin verður kominn í noktun þá verður talsvert auðveldara og minni vinna að halda æfingar.
En það er samt þannig að það gengur ekki að vera opna brautina svo 3-4 mæti og keyri, það þarf að vera eitthver mæting til að þetta standi undir sér.

Ef mönnum langar að læra á kerfið þá er þeim velkomið að hafa samband við mig og við finnum eitthvað út úr því.
Jón Bjarni Jónsson - Upplýsingarfulltrúi Kvartmíluklúbbsins
BMW 530D MR.X editon

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Af æfingum og nýtingu brautarinnar.
« Reply #2 on: August 27, 2014, 21:23:28 »
Sæll Jón  :D

Það að óska eftir staffi les fólk yfirleitt yfir og hugsar líklega um að það nenni ekki að hanga í miðasölu eða eitthvað, hins vegar ef það eru nokkrir sem kunna á kerfið þá eru það nokkrir
sem geta tekið upp símann og hringt í vini sína og dregið þá með sér. Líklegra til árangurs held ég og gæti fjölgað sjálfboðaliðum.

Að boða æfingu eins og síðast þannig að menn verði að lofa að mæta virkar ekki sérstaklega vel, það fælir bara frá. Það þarf að auglýsa að það verði æfing, hafa þær eins oft og mögulegt er því þá eflist áhuginn og nýliðun þó svo að það skili ekki miklu í kassann til að byrja með. Maður setur ekki auglýsingu í blað og segist vera spá í að opna verslun ef einhverjir staðfesta að þeir ætli að koma að versla.  :mrgreen:

Einnig ætti að vera auðveldara að selja auglýsingar á brautina ef það er oftar eitthvað um að vera.

Ég hvet þig til að bjóða upp á kennslu á næstu æfingu með smá fyrirvara í góðri auglýsingu á síðunni og fésbókinni í stað þess að menn þurfi að ganga á eftir þér með að fá kennslu.  :smt023

.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline kári litli

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 107
    • View Profile
Re: Af æfingum og nýtingu brautarinnar.
« Reply #3 on: August 29, 2014, 17:14:01 »
Þetta er góð hugmynd og auðvita nauðsynlegt  fyrir klúbbinn. Það er nú þannig að undan farin 5-10 ár hefur nánast verið sama fólki sem sér um allt saman og það fólk á sér auðvita einkalíf, ekki það að þetta er auðvita alveg frábær hópur og fólk búið að gera margt gott og ómetanlegt starf í þágu klúbbsins.
Get sjálfur sagt af eignin reynslu að þau skipti sem ég gat komið og hjálpað til hvort sem það var á æfingu, keppni eða annað þá var yfirleitt flottur mórall svo kynnist maður auðvita fólki og alltaf gott að geta lagt fram hjálparhönd fyrst maður er á staðnum  :D
Ef ég væri nú bara á landinu þá myndi ég auðvita mæta og fá kennslu á nýja kerfinu. Fyrst það er nú komin vetrardagskrá væri þá ekki sniðugt að halda fund/æfingu núna síðsumars eða snemma í haust og þá setjast menn saman, renna yfir helstu atriði svo verður brautin sett upp (kennslustund) og keyrt einhverjar bunur?
Kári Þorleifsson

Sælir eru fattlausir því þeir fatta ekki hvað þeir eru vitlausir

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Af æfingum og nýtingu brautarinnar.
« Reply #4 on: August 30, 2014, 22:56:22 »
 :smt023 :smt023 :smt023 :smt023
Þetta er góð hugmynd og auðvita nauðsynlegt  fyrir klúbbinn. Það er nú þannig að undan farin 5-10 ár hefur nánast verið sama fólki sem sér um allt saman og það fólk á sér auðvita einkalíf, ekki það að þetta er auðvita alveg frábær hópur og fólk búið að gera margt gott og ómetanlegt starf í þágu klúbbsins.
Get sjálfur sagt af eignin reynslu að þau skipti sem ég gat komið og hjálpað til hvort sem það var á æfingu, keppni eða annað þá var yfirleitt flottur mórall svo kynnist maður auðvita fólki og alltaf gott að geta lagt fram hjálparhönd fyrst maður er á staðnum  :D
Ef ég væri nú bara á landinu þá myndi ég auðvita mæta og fá kennslu á nýja kerfinu. Fyrst það er nú komin vetrardagskrá væri þá ekki sniðugt að halda fund/æfingu núna síðsumars eða snemma í haust og þá setjast menn saman, renna yfir helstu atriði svo verður brautin sett upp (kennslustund) og keyrt einhverjar bunur?

.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas