Sælir,
Þar sem brautin okkar er allt of lítið opin til æfinga væri þá ekki ráð að bjóða upp á kennslu á tímatökubúnaðinn svo aðrir geti sett upp æfingar eða opna daga ?
Auðvitað þarf fólk að vinna og vera í fríi og skemmta sér en það er engin ástæða til að loka brautinni á þessum oft síðustu og bestu helgum ársins þegar verslunarmannahelgin, hinsegin dagar og menningarnótt eru, það er fullt af fólki sem hefur engan áhuga á því að vera þar eða fer þá bara eftir æfingu sem er búin um 16-17:00 yfirleitt.
Þó að brautin sé opin til keyrslu í 1-2 tíma eftir keppnir þá nýtist það ekki sem æfing / test&tune, sérstaklega ekki fyrir þá sem voru að keppa og þurfa að gera breytingar eða lagfæringar til að prufa fyrir næstu keppni. Til að prufa keppnistæki og gera breytingar þá þarf alveg daginn í það eins og við vitum með kælitíma og annað.
Þegar það eru komnir nokkrir kallar sem kunna á hugbúnaðinn þá er lítið mál að smala saman nokkrum aðilum í önnur störf til að keyra æfingu. Þá þarf tölvan að vera aðgengileg sem og lyklar að svæðinu og öryggisbílnum.
Það væri hægt að hafa svona kennslu á næstu æfingu og vera þá komnir með nokkra auka sem kunna á þetta fyrir næsta ár, ég myndi mæta í kennslu og örugglega fleirri.