Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

blá Dakota í uppgerð

<< < (2/4) > >>

villidakota:
takk fyrir Magnús enn nú var ég búinn að vera pínu latur að taka myndir enn duglegur samt að vinna svo það er afsakanlegt tók body festinguna úr og sandblés og snittaði rónna og skipti um blikk skúffuna sem stoppar rónna var frekar tæpur á að ná boltanum úr og nennti ekki að lenda í veseni þegar maður setur saman og skipti svo líka um smá bút í eldveggnum gleymdi vísu að taka mynd eftir að ég var búinn að pússa suðuna.
Enn þar sem þetta er fyrsta skiptið sem ég fer útí bodyvinnu (er bifvélavriki að atvinnu) þá er ég stöðugt að læra og prófa mig áfram í þessu svo ef menn hafa eitthvað útá þetta að setja eða vilja skjóta inn ráðum þá er það bara gott mál

villidakota:
þar næst tók ég og sand blés allt bodyið eins og það lagði sig og kláraðist 1000l fiskikar af sandi við það. Þó varð einn og einn blettur eftir og ekki var það að undra því helmingin af tímanum sandblés ég í snjókomu og hinn í myrkri  8-) var sól og blíða þegar ég byrjaði enn þar sem maður býr á ólafsfirði verður maður að búast við öllu og taka því sem maður fær.
Og ekki voru góðar þær fréttir sem sandurinn færði manni því undan honum komu tveir ónýtir sílsar og ónytur toppur með háklassa vinnubrögðum
þá er bara heyra í hreinræktuðu fagmönnunum í jeppasmiðjunni og sjá hvort þeir geti reddað toppi og sílsum

villidakota:
jæja þessa helgina gerðist helling gólfið komið í báðum megin og toppurinn kominn af og smíði í hann byrjuð þar sem ekki er séns á að fá nýjann

villidakota:
þá er það fjandans toppurinn á eftir að sjá framm á mikið höfuð verk við að ná honum góðum enn við ákváðum að taka hann af til að geta stoppað ryðið í honum og bitunum undir. Eftir að hafa séð hversu auðvelt var að taka hann af þá bölvaði maður því í sand og ösku hversu erfitt væri að fá suma varahluti í þetta hefði verið ljúft að smella nýjum á og þurfa ekki að hafa meiri áhyggjur af því

villidakota:
læt svo eina mynd fylgja hérna frá því fyrir nokkrum árum áður enn hún var máluð þarna sést augljóslega ahverju toppurinn er svona í dag

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version