Kvartmílan > Almennt Spjall
Hækkar sól, styttist í gúmmílykt
Harry þór:
Allt virðist vera klárt fyrir keppni 31.05. Prófaði í kvöld í yndislegu veðri með góðum félögum. Nú vantar bara test/tune dag og smá prepp á brautina til að fá smá track.
Mikið djöfull er flott hljóð í bic block :lol:
Mbk harry þór.
Lindemann:
Það er aldeilis blíðan núna, margir örugglega orðnir spenntir að keyra!
Við fórum í gær og skröpuðum aðeins gamla gúmmíið úr startinu til að undirbúa steypuna undir að byrja að draga nýtt gúmmí yfir.
Næstu helgi stendur svo til að líta aðeins yfir traktorinn okkar, smyrja og eitthvað fleira smálegt. Þegar það er búið er hægt að fara með hann upp á braut og sópa svæðið.
Þetta fer allt að gerast :mrgreen:
Navigation
[0] Message Index
[*] Previous page
Go to full version