Kvartmílan > Almennt Spjall

mótoroliu pælingar

<< < (3/4) > >>

ÁmK Racing:
Afhverju heldur að þetta sé olían Krissi?Ég er með 360lbs í sæti og um 1000 opinn og alltaf verið með Valvoline og not a single problem.Mustanginn er með yfir 700 lift og þetta sull hefur alltaf verið notað á hann og ekkert svona vesen hann með helvíti stífa gorma.Kv Árni

Krissi Haflida:
þegar gormaþrýstingur er kominn yfir 300psi í sæti, ref kit eða ekki þá þarf að vera smur. svo allt fari ekki í steik.

hvað mina vél varðar þá fylgist ég mjög vel með ventlabúnaði, og er þetta eina skíringin sem ég finn á þessum vandræðum hjá mér
ég er ekki að segja neinum að hætta nota þá oliu sem þeir eru ánægðir með, bara að forvitnast um hvað aðrir eru að nota
að sálfsögðu nota menn það áfram sem þeir eru sáttir við og er að koma vel út hjá þeim.




Heddportun:
Það þarf að mota synthetic á Solid Roller eða 250lbs seat(Synthetic á allt flat tapped) og upp þar sem Mineral olúrunar eru ekki með jafna molecule uppbyggingu og brotnar hratt niður en gerðin skiptir nánast engu sé um þekkt merki að ræða

Sennilega er ekki rétt upp settur ventlabúnaður eða herslan á knastinum léleg/of þunn en þegar um mikið LSA þarf custom core knast
Einnig er stundum munir á málmblöndum í knasti og á liftu hjólum sem virka illa saman

Oft er um dry startup að kenna hvernig fer með núningshluti

Rev kit er plástur á lélegt ventlakerfi og er óþarft sé um rétt samsettan ventlabúnað að ræða

Kristján Skjóldal:
það eru margar fínar olíur til. Motul oliu eru þó afar þó einna sérhæfðastar. Hér eru smá uppl. sem ég hef pælt í. Motul 300V er 100% syntetisk, (fyrstir í heiminum til að búaa til 100% synt mótoroliu)sem þýðir að öll molíkúl eru eins að lögun og jafnstór, það er aðeins örfá fyrirtæki sem búa til 100% syntetiska olíur í heiminum, fully synt er t.d. ekki það sama, þar eru frávik í boði. 300V er Ester core olía sem gerir það að verkum að olían hefur alltaf meiri smureiginleika í kaldstarti og þolir miklu mun meiri hita. Ef vél með Motul 300V er opnuð t.d. 3-4 mánuðum eftir að hún var stöðvuð síðast eru allir fletir löðrandi í olíu , það er Ester.  Olíuvélaverkfræðingar halda því fram að 83% af vélarsliti fari að meðaltali fram í kaldstarti. http://www.motul.com/is/en/fluidsearch?utf8=✓&fluidsearch%5Bq%5D=300v
í hittifyrra sat í námskeið hjá Motul þar sem keppnisoliuvélaverkfræðingur frá þeim kom til íslands. Það var mjög fróðlegt mikið hægt að læra. En annars er það meira en 10 ára reynsla sem skiptir mig miklu máli og því vil ég nota Motul.

Held að þeir séu að undirbúa annað svona námskeið.
 

GGe:

--- Quote from: Krissi Haflida on March 21, 2014, 09:36:58 ---Langaði að forvitnast um hvaða mótoroliu menn hafa verið að nota á vélarnar hjá sér.

þið sem eruð komnir með háan gormaþrýsting og flr þar sem mæðir orðið mikið á ventlabúnaði,
og þær vélar sem eru næstum á kill í hverri ferð, hvað hefur verið að koma best út hjá ykkur?

ég sjálfur hef verið að nota valvoline vr1 20w50 og er ekki nógu ánægdur med hana
óþarflega mikið slit á ventlabúnaði sem ég get rakið til oliunnar, veit um eina aðra vél sem notaði sömu oliu
og er bilun þar í ventlabúnaði sem má rekja til oliunnar.


hvað hefur komið best út hjá ykkur?



--- End quote ---

Svona án gríns (því ég veit að hér eru margir fróðir menn um olíur og bætiefni út í smurolíur sem eiga eftir að skjóta mitt komment í kaf)... prufaðu að nota bætiefni fyrir smurolíur sem kemur frá PowerUP. Það er selt inni á www.itis.is . Kostar ekki það mikið.  Ég veit allt um það að það eru til milljón tegundir af bætiefnum fyrir olíur sem gera nákvæmlega ekkert, nema jafnvel gera góða smurolíu verri. En þetta tiltekna bætiefni var gerð alveg mikil prófun á í lokaverkefni í skólanum mínum. Notað var saman við olíu sem reyndar telst ekki hágæða olía en samt nokkuð góð. Það var hægt að sanna bætingu við þetta. Meira afl frá vél, ekki mikið en þó aðeins og hærri túrbínuþrýstingur ... sem var vegna minna núningsviðnáms . :)

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version