Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Gamall Firebird

<< < (3/4) > >>

GunniCamaro:
Þessi Firebird er merkilegur fyrir þær sakir að vera upphaflega með "Sprint OHC" línu sexu sem var svo sem ekkert sérstaklega merkileg nema þessi tilraun John Deloren hjá Pontiac með OHC heitari ás og fjögurra hólfa blöndung en hestöflin voru svo sem ekki mörg, 207-230 þessi þrjú ár (1967-69) sem þessi vél var framleidd en beinskiptur OHC Firebird átti víst að ná háum 14 sek. á mílunni.
Þessi tiltekni bíll var lengi hérna á götunni í denn og ég spyrnti við hann á gamla 69 Camaroinum mínum með línusexu og beinaður í gólfi og drullutapaði fyrir honum en það var víst eitthvað vandamál með þessar OHC vélar, hvort að knastásarlegurnar entust eitthvað stutt en allavega hvarf þessi bíll af götunum upp úr áttunda áratugnum.
Mér fannst þessi bíll alltaf svolítið spes enda fyrir utan þessa vél var hann beinskiptur (4. gíra?) með læst drif og diskabremsur, ef vel er rýnt í myndirnar minnir mig að á húddinu standi "Overhead camshaft" og mér skilst að núverandi eigandi sé kominn aftur með OCH vélina í hendurnar, það væri gaman ef þessi vél rataði aftur í bílinn og hann sæist fljótlega aftur á götunni.

Sævar Pétursson:
Þeir voru ekki margir svona, þeir kölluðu þá European sprint

Ingimar:
Snilld, á einhver fleiri myndir af þessum bíl?

Moli:
Aðeins meira.

Ingimar:
Kærar þakkir fyrir þessar myndir, gaman að sjá.  Maður kemur ekki að tómum kofanum hér drengir

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version