Author Topic: 1979 Pontiac Trans Am - Langt komið uppgerðarverkefni  (Read 4943 times)

Offline Trans Am 1979

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 4
    • View Profile
1979 Pontiac Trans Am - Langt komið uppgerðarverkefni
« on: February 14, 2014, 13:59:26 »
1979 Trans Am, langt kominn í alvöru uppgerð (ground up)!

Bíllinn er svo að segja fullunninn og klár til spörtlunar og málunar. Bílnum fylgir nánast allt sem þarf til að ljúka verkinu.

Það sem bílnum fylgir er m.a.: allir smáhlutir (flestir nýjir), allir þétti- og sleikilistar (nýtt), allt gler (m.a. T-toppsgler), rafkerfi (nýtt), svört innrétting í góðu ásigkomulagi (m.a. margt nýtt), sett af 4 Recaro sætum (þarfnast bólstrunar, aðeins 2000 sett framleidd fyrir 1981 Nascar), tvö Decal set (annað fyrir svartan bíl en hitt fyrir 1979 10th Anniversary silfursanseraðan lit, ath. engar strípur), nýjar 16“ GTA (Trans Am) felgur ásamt nýjum dekkjum 255/16/55, sett af 15“ Snowflake original felgum, ofl. ofl.

Vélin sem fylgir bílnum er 350 L98 Chevrolet með beinni innspýtingu og twin turbo kitti ásamt intercooler (vélin er ekin 36.000 mílur, 1991 árgerð). Nýjar pakkningar o.fl. Einnig 700 Chevrolet skipting upptekin með shift kitti.

Bæði boddý og grind voru tekin sundur að fullu og vandlega sandblásið innan sem utan og milli byrði eins og mögulegt var. Allri nauðsynlegri suðuvinnu á boddýi er lokið áður en það var vandlega grunnað með epoxý ryðvarnargrunni. Grind og spyrnur voru galvaniseraðar og að lokum málaðar sem og var öllum gúmmíum og fóðringum skipt út fyrir nýtt áður en raðað var saman aftur.

Verð fyrir bílinn og allt sem honum fylgir er 1.500 þús. (ath. engin skipti)

Þeim sem hafa raunverulegan áhuga ásamt greiðslugetu er velkomið að óska eftir ítarlegri upplýsingum með því að senda mér tölvupóst á:       transamuppgerd@gmail.com

Offline Trans Am 1979

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 4
    • View Profile
Re: 1979 Pontiac Trans Am - Langt komið uppgerðarverkefni
« Reply #1 on: February 18, 2014, 20:50:05 »
Upp

Offline Trans Am 1979

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 4
    • View Profile
Re: 1979 Pontiac Trans Am - Langt komið uppgerðarverkefni
« Reply #2 on: February 26, 2014, 20:07:26 »
Upp

Offline Trans Am 1979

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 4
    • View Profile
Re: 1979 Pontiac Trans Am - Langt komið uppgerðarverkefni
« Reply #3 on: March 25, 2014, 19:53:13 »
Upp