Kraginn held ég að verði skylda í 135mph.
Aðal SFI staðallinn um galla er 3.2A. Undir honum eru svo mismunandi hlífðarflokkar. 3.2A/1 er þynnsti gallinn og er bara viðurkenndur til notkunar í hurðabílum með óbreyttan hvalbak niður í 9.99. 3.2A/5 tekur þar við og gildir niður í 7.50.
Á dragsterum og rörabílum sem búið er að fjarlægja gólfið úr ásamt boddybílum sem ganga fyrir methanoli er svo farið fram á 3.2A/15 galla.
Almennt er viðurkennt að eldtefjandi nærfatnaður undir 3.2A/1 galla fullnægi kröfum um 3.2A/5 galla.