Author Topic: Keppnisgallar, hvaða kröfur eru gerðar?  (Read 3975 times)

Offline motorstilling

  • In the pit
  • **
  • Posts: 58
    • View Profile
Keppnisgallar, hvaða kröfur eru gerðar?
« on: February 03, 2014, 08:46:23 »
Er að velta fyrir mér öryggisbúnaði ökumanna eins og t.d gallar, að hvað stöðlum á maður að leita að þegar maður velur sér einn slíkan? Eins er með hálskraga, hvar eru mörkin, hvnær er skylda að vera með kraga?  :-k
Boggi
Jón Borgar Loftsson

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Re: Keppnisgallar, hvaða kröfur eru gerðar?
« Reply #1 on: February 03, 2014, 15:05:26 »
Kraginn held ég að verði skylda í 135mph.
Aðal SFI staðallinn um galla er 3.2A. Undir honum eru svo mismunandi hlífðarflokkar. 3.2A/1 er þynnsti gallinn og er bara viðurkenndur til notkunar í hurðabílum með óbreyttan hvalbak niður í 9.99. 3.2A/5 tekur þar við og gildir niður í 7.50.
Á dragsterum og rörabílum sem búið er að fjarlægja gólfið úr ásamt boddybílum sem ganga fyrir methanoli er svo farið fram á 3.2A/15 galla.
Almennt er viðurkennt að eldtefjandi nærfatnaður undir 3.2A/1 galla fullnægi kröfum um 3.2A/5 galla.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline motorstilling

  • In the pit
  • **
  • Posts: 58
    • View Profile
Re: Keppnisgallar, hvaða kröfur eru gerðar?
« Reply #2 on: February 03, 2014, 23:47:59 »
Takk fyrir þetta Baldur, svarar fullkomlega því sem ég var að sækjast eftir  :idea:
Jón Borgar Loftsson

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
Re: Keppnisgallar, hvaða kröfur eru gerðar?
« Reply #3 on: February 04, 2014, 11:12:18 »
Persónulega tæki ég heilan galla frekar en tvískipt... :)
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline ÁmK Racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 679
    • View Profile
Re: Keppnisgallar, hvaða kröfur eru gerðar?
« Reply #4 on: February 04, 2014, 12:57:32 »
Hjálmaframleiðendur mæla samt með að allir noti kraga því hálsinn á okkur er ekki hannaður til að vera með auka 1-1.5 kg ofan á í einhverjum átökum.Kv Árni
Camaro 92 632 cid.
  Fljótasti Door Slammer á landinu.
Camaro Z28 84 355 cid
Árni Már Kjartansson.

Offline Hr.Cummins

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.085
    • View Profile
Re: Keppnisgallar, hvaða kröfur eru gerðar?
« Reply #5 on: February 04, 2014, 20:33:20 »
Hjálmaframleiðendur mæla samt með að allir noti kraga því hálsinn á okkur er ekki hannaður til að vera með auka 1-1.5 kg ofan á í einhverjum átökum.Kv Árni

Þess fyrir utan kemur kraginn í veg fyrir viðbeinsbrot komi til hliðarárekstrar eða veltu.... og orsakast það þá af því að hjálmurinn brýtur viðbeinin við ákveðin átök!
Viktor Agnar Guðmundsson
____________________________________
2000 BMW E36 M3ti - Garret GT40
1999 Honda Civic VTi - Holset HX40