Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Hvað er að frétta af græjunum?
ÁmK Racing:
Nú ég er að græja Camaro.Erað styrkja mótorinn og ætla að kaupa transbrake,nítró og eitthvað fyrir sumarið.Nú Pabbi er að setja Mustanginn saman og mætir gallvaskur í vor.En þið eru þið að græja og gera.Höfum nú smá kvartmíluspjall.með race kveðju ÁrniMár Kjartansson.
1965 Chevy II:
Hvað meinarðu Árni kvartmíluspjall á kvartmíluspjallinu.....það er góð hugmynd.... eitt sinn er allt fyrst 8)
Ég er kominn með motorinn í skúrinn (frá Jens Racing Shop ) og er að bíða eftir skiptingunni (haaa Siggi drífa sig) tengdó kláraði að smíða þetta fína Backbrace á hásinguna í gær,smellti henni undir í gærkveldi,hún er orðin fjótandi núna v/laddana.
Milliheddið er klárt fyrir foggerinn (svo ég haldi í við þig :wink: )
Svo er glerjun og rafmagn framundan þegar skiptingin og motor er komið í.
Svo þarf ég að fara að komast til US aftur að ná í næsta pakka 8)
Kveðja
Frikki
ÁmK Racing:
Þetta lítur vel út Frikki vonadi hangir þetta dót í lagi hjá okkur.En hvað með alla hina racerana er ekkert að gerast?
maggifinn:
Það þýðir ekkert að ræða þetta við ykkur strákar, þið kjaftið alltaf öllu :lol:
Hvað er þetta annars með þig herra Einar Birgisson afhverju ætlaru að eiga konverterinn?
Árni S.:
Djöfull er að heyra, menn eru bara að tjúnna! En það er annars chevy í megrun í skúrnum hér, kallinn alveg að verða vitlaus úr áhuga... og svo er nýja rellan á leiðinni...
Annars er maður að heyra ýmsar sögur, héðan og þaðan úr bænum. Vil nú ekki láta hafa einhverjar kjaftasögur eftir mér, menn geta bara séð sóma sinn í því að leyfa félögunum að fá smá eldsneyti á sálina.
Kv. Árni Samúel Herlufsen
Ps. Þið getið lesið allt um málið á linknum hérna fyrir neðan
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version