Kvartmílan > Chrysler

Guli ´71 "Indjána" Challenger-inn

<< < (3/5) > >>

T/A:
Flottur bíll til hamingju...mér finnst hann magnaður svona á litinn!  :P

Runner:
svakalega flottur og í guðs bænum hafðu bílinn svona 8-) til lukku =D>

atlimann:

--- Quote from: Walter on December 17, 2013, 10:44:24 ---Flottur  :D

Bara pæling, er þetta orginal sixpack? Er ekki synd að fjarlægja það eða verður þetta aldrei til friðs kannski.

--- End quote ---
Ég stórlega efa það að þetta sé orginal Sixpack því þetta er ekki einu sinni orginal mótor í bílnum (upphaflega 318), en Bjarni sagði að þetta hafi aldrei virkað og var erfitt að stilla svo hann aftengdi þetta og notaði bara miðju tvo blöndungana.


--- Quote from: 429Cobra on December 17, 2013, 13:29:07 ---Sælir félagar. :)

Af hverju í veröldini væri "RÁÐ" að láta mála yfir strípurnar?

Þær eru það sem gera bílinn sérstakann og nostalgían svifur yfir vötnum þar sem bíllinn er extra flottur svona.
Hann var á sínum tíma málaður eftir forsíðubíl á "Pppular Hot Rodding" tímaritinu, og sá bíll var margfaldur verðlaunabíll..
Bíllinn sker sig úr svona málaður og persónulega finnst mér að það væri sind að fá einn enn "original" Challenger-inn í flotann.

Ég var að bíða eftir því að hann Bjarni vinur minn myndi setja bílinn á göturnar til að ég gæti myndað hann fyrir forsíðuna á Mótor & Sport, og ég vona að Atli leyfi mér að mynda hann þegar hann verður tilbúinn.

Kv.
Hálfdán. :roll:

--- End quote ---

Eins og staðan er í dag þá er ég ákveðinn í að láta mála bílinn "einhverntíma í framtíðinni" en svo eru þó nokkrir sem ég er búinn að tala við + þeir sem hér hafa skrifað sem vilja bara "ALLS EKKI" að bíllinn verði málaður því nostalgían hér er algjör og mér finnst þetta líka fjandi flott.

En hvað sem tímanum líður þá mun þessi bíll "ALDREI" verða orginal og ég hef mína hugmyndir um hvernig ég vil hafa hann í framtíðinni
hér er linkur á það sem mig langar að gera, bæði hvað varðar lit, mótor (6.4L) og hæð á bílnum
http://www.carcraft.com/featuredvehicles/ccrp_0805_1973_dodge_challenger/

En ef þig langar að taka mynd af bílnum í sumar Hálfdán þá er það meira en velkomið, bara um leið og mínir hjálpar og meðreiðarsveinar eru búnir að gera það sem þarf að gera, því ekki get ég gert það frá Þýskalandi ;)
Gaman væri ef þú gætir bent mér á myndir eða link af fyrirmyndinni í Ameríku hreppi ;)

429Cobra:
Sæll Atli.

Blaðið er "Popular Hot Rodding" Janúar 1984.
Ég keypti þetta blað í febrúar sama ár og hafði það í höndunum í ca 1 dag.
Þá sá Bjarni blaðið og greinina/myndirnar af Challenger-num, og síðan hef ég ekki séð þetta blað. :mrgreen:

Blaðið er til í blaðabunka hjá Kvartmíluklúbbnum, en hér er hlekkur inn á ebay.com þar sem hægt er að fá þetta blað:  http://www.ebay.com/itm/Popular-Hot-Rodding-Jan-1984-Special-Street-Machine-Section-166-/290837666641?pt=Magazines&hash=item43b7469b51
Þar er líka hægt að sjá mynd af forsíðunni af forsíðunni þar, en ég set eina hér inn sem ég fann á netinu.



Ekki að ég hafi eitthvað á móti "Original" málningu á gömlum USA bílum (á reyndar einn sjálfur) og ef um 440 six pack eða HEMI bíl væri að ræða þá væri ég sammála original dæminu, en þetta er svona ekta bíll sem eigandinn á að gera eftir sínu höfði og það var einmitt það sem Bjarni gerði.

Kv.
Hálfdán. :roll:

Ramcharger:
Las einhver staðar að þetta six-pack hefði verið verslað fyrir rúmum 25 árum
í einhverri vesturhreppaferð, minnir að Sigtryggur hafi ritað það hér á spjallið.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version