Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Dart 68:
NICE ! ! :mrgreen:
Brynjar Nova:
Hrikalega töff 8-)
GO:
Flott verkefni og þolinmæði :D
Moli:
Næsti skammtur.
Mælaborðsplatan og hvalbakurin voru mjög slæmir og þurfti að skipta um bæði stykkinn.
Þar sem þetta er sama efra stykki og er eins og á '69 Camaro þá þurfti ég að loka þessum tveim götum þar sem Novan gerir ekki ráð fyrir loftinntökum á þessum stað.
Gamla og nýja mælaborðsplatan, ég þurfti að smíða nýja brún þar sem coverið á mælaborðinu festist þar sem það er ekki gert ráð fyrir því á nýja.
Fékk nýja framrúðu og þurfti að máta hana í til að vera öruggur um að allt passar.
Eins og í sögu.
Frambrettið bílstjórameginn.
Ég ákvað að mini-tubba bílinn og fékk hjólskálar í hann frá Detroit Speed. Með þeim get ég farið í dekk sem eru allt að 325mm að breidd.
Þá var farið í að fjarlægja afturbrettin, ásamt ytri og innri hjólskálum.
Hér á eftir að skera 3" úr gólfinu og taka úr grindarbitanum.
Búið að sekra og þá er að loka grindinni, einnig þurfti ég að færa fjaðrirnar inn fyrir grind og smíðaði ég önnur fjaðrahengsli.
Allt mátað.
Keypti 15x10" afturfelgur frá Billett Specialties ásamt MT ET Street áður en öllu var lokað.
Allt eins og í sögu og þá er búið að festa innri og ytri hjólskálar, afturbrettið næst....
Bjó til flangs á gamla brettið og lét brettið falla ofan í hann.
Þessar panelklemmur koma sér mjög vel.
Smá föndur eftir inni í hjólskálinni þar sem skálinn frá Detroit Speed nær ekki alla leið niður eins og original skálin.
Eins og með allt aftermarket dót að þá passar það oft mjög illa, það þurfti á nokkrum stöðum að "láta" þetta passa, en allt gekk þetta vel á endaum. :)
Chevelle:
:D vááá hann á eftir að vera geðveikur hjá þér :smt023
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version