Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

1971 Chevrolet Nova - uppgerð.

(1/16) > >>

Moli:
Datt í hug að leyfa ykkur að fylgjast með þessari vinnu hjá mér. Bíllinn er 1971 Chevrolet Nova upphaflega með 250cid og 3 gíra bsk í gólfi. Bíllinn kemur nýr í gegn um Sambandið og er seldur nýr þar 6. Ágúst 1971 til manns sem á bílinn allt til ársins 2003 þegar bíllinn endar síðan í Vöku. Honum er síðan bjargað þaðan naumlega og tjaslaður saman og settur aftur á númer, 250 mótorinn og 3 gíra kassinn tekinn úr og í fór sbc og ssk. Ómar Norðdal keppir á bílnum í sandspyrnu við Kleifarvatn 2003 og selur bílinn svo 2005 til Hilmars (HK RACING), hann á bílinn í um ár þegar hann selur hann á Grundarfjörð til Ingvars Hrólfssonar. Hann byrjar á að laga bílinn og kaupir í hann fullt af gramsi og byrjar að ryðbæta. Í Nóvember 2009 kaupir Palli torfærukappi bílinn og fer með hann í geymslu í Grindavík þar til hann stendur uns ég eignast hann 14. Janúar 2011. Læt söguna fylgja í myndum.

Hér er hann í eigu fyrsta eiganda, þetta eru elstu myndirnar sem ég hef séð af honum.




Hér er Ómar svo á honum í sandspyrnu við Kleifarvatn 2003.



Hér koma svo myndir frá Inga Hrólfs. og frá þeim tíma sem hann átti hann.

Bíllinn sóttur til Himma í Hafnarfirði og kominn til Grundarfjarðar.



Kominn á Grundarfjörð og framendinn kominn af.


Önnur vél kominn í.



Skottið heilt.


Original liturinn.



Skottgólfið nokkuð heilt.


...það sama er ekki hægt að segja um gólfið.


..en það er búið að græja nýtt.


Nýr afturljósapanell, gluggastykki, og gluggastykki aftur í.


Afturljósapanell illa farinn og búið að trebba hann saman.


Afturpanelsskipti.





Þá er komið að gluggapanelnum að aftan.









...og við afturgluggann.







Ryðbætt í afturhilluna.




Afturbrettið farþegameginn og trebbinn.





Ryðbætt.




Hér er bíllinn svo kominn í mínar hendur og sóttur í geymslu í Grindavík 20. Janúar 2011.


Ekki amalegt að fá hamingjuóskir og ábyrgðarskírteinið með honum frá Sambandinu, spurning um að kanna með ábyrgð, hann er víst farinn ryðga aðeins...  :-"


Original "Protecto-Plate" platan sem kom með frá GM.



Ég fór svo með hann í skammtímageymslu og þar fékk hann góðan félagsskap frá Cortinu sem er búinn að vera í eigu minnar fjölskyldu frá upphafi.


Í September sama ár fór ég með hann í það húsnæði sem hann er í dag.


Það var svo um mitt síðasta ár sem ég fór að bardúsa í grindinni, hún fór í blástur og þurfti svo að lagfæra hana nokkuð. Ég fékk með henni tvær aðrar grindur sem ég sameinaði.




Sætin fyrir fóðringarnar voru illa farnar á öllum 4 stöðunum.



Hún hafði einnig orðið fyrir höggi einhverntíman og skar ég það gamla í burtu eftir hafa mælt hana út.




Nýja "gamla" stykkið sandblásið og komið í.


Sætin fyrir boddýfóðringarnar að aftanverðu einnig ljót.




Þegar grindin var klár sl. vor var hún máluð og síðan fór ég að púsla þessu saman í sumar, m.a. sem keypt var í hana voru polyurethan fóðringar í allt, nýir Hotchkis demparar, diskabremsukitt með boruðum og rákuðum diskum, ný stýrismaskína ofl.





...síðan var 9" hásingin sem ég hafði fengið dreginn fram og hún tekinn í gegn.


Lét svo setja í hana Eaton Detroit Truetrac læsingu sem ég fékk.


Keypti svo 3:70 hlutfall frá Richmond.


Þessu var svo púslað saman.


Þá fékk ég bakplöturnar og rörið úr blæstri, það var svo grunnað og málað..



Ég keypti svo nýjar skálar og bremsukit til að gera upp afturbremsurnar.


Þá var hásingin kominn saman.


Þegar grindin var klár var henni komið fyrir upp við vegg og bíllinn dreginn fram.


Framendinn var síðan rifinn af honum.


..og allt innan úr honum.



Grindin sem kom undan honum var alveg búinn á því, og eftir að hafa rifið það sem nýtilegt var úr henni fór hún í Furu.



Mig grunaði að gluggastykkið væri slæmt en það kom dulítið á óvart hversu mikið slæmt það var í raun. Það hafði einhver fengið frjálsar hendur með trebbann.



Eftir því sem meira var kroppað kom meira í ljós.




Ég fékk svo veltibúkka lánaða frá Bigga í Bílverk og færi ég honum miklar þakkir fyrir það.  =D>




Þessa dagana er ég að hreinsa trebba og sparsl af boddýinu ásamt því að hreinsa botninn, stefnan er að koma boddýinu í blástur eftir áramót. Þetta er ekki óalgeng sjón..  :-#



Það kemur svo í ljós hvað verður eftir þegar hann kemur úr blæstri og hvað þarf að kaupa... meira um það seinna.  :)

palmisæ:
Svona á að gera þetta . Þetta er upp á 100% hjá þér. Glæsilegt  :D

Belair:
 =D>

348ci SS:
popp og kók !  =D>

Ramcharger:
Verður falleg maður 8-)

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version