Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Chevrolet Belair 1957, hvítur með rauðri rönd

<< < (2/2)

Moli:
Það er hægt að fá lista sem Umferðarstofa getur skaffað en það er orðið mjög dýrt að fá svona lista, auk þess er óvíst að finna hann þar, þar sem skráningin getur verið týnd, gögn umferðarstofu á tölvutæku formi (eigendaferlar) ná bara aftur til ársins 1977, en lengur ef að eigandi hefur eignast hann fyrir þann tíma og á fram yfir 1977. Bílar á þessum tíma voru líka oft ekki rétt skráðir, t.d. getur 1957 Chevrolet Bel Air bara verið skráður sem 1957 Chevrolet (engin undirtegund) og þá getur oft verið þrautinni þyngra að finna réttu skráninguna, sér í lagi ef það er mjög langt síðan kallinn hefur átt bílinn.

Það er einn möguleiki í stöðunni, þó hæpið... hann getur farið inn á www.island.is, þar skráir hann sig með "ÍSLYKLI", þar vinstra meginn á síðunni er "Ökutæki" og hægt að sjá öll ökutæki sem hann hefur verið skráður sem eigandi að langt aftur í tímann, spurning hvort það sé nógu langt en það sakar ekki að reyna, þar getur fastanúmerið verið og ef það er þar skelltu því þá hingað inn og ég get þá flett því upp. Svo ef að hann á einhverjar myndir af bílnum þá aukast líkurnar aðeins ef þú myndir setja þær hér inn, því eins og "belair" benti á þá er ótrúlegt hvað menn geta munað bara við að sjá mynd.  :)

Ingimar:
Prófa þetta kærar þakkir, kem inn með myndir ef þær finnast

Kveðja, Ingimar

haukurinn:
Umrædd skrá birtir aðeins fastanúmer á eldri bílum.  Veit einhver hvort hægt er að grafa upp hvaða númer var raunverulega á bílum í "gamla daga"?

Moli:
Það er ekki hægt að fletta upp steðjanúmeri (gömlu númerin) nema það númer hafi verið á honum síðast, menn færðu þessi númer oft á milli bíla áður fyrr.

Navigation

[0] Message Index

[*] Previous page

Go to full version