Kvartmílan > Almennt Spjall

Snjóköttur

(1/1)

Samúel:
Er e-h hérna sem hefur séð svon tæki að störfum, Mig langar mikið að sjá svona tæki eða myndir. Látið heyra í ykkur t.d. hvernig mótor er í þessu, hvort þeir vikuðu eitthvað ??????????????????????

Steini:
Samúel

Þú verður að skýra út hvað þú ert að tala um.

Er þetta með húsi, hvað mörg belti, hvað mörg skíði?

Hér áður fyrr voru sumir snjóbílar kallaðir snjókettir.

Steini

Samúel:
:oops:  þetta er einhver blanda af skellinöðru og vélsleða, eitt skíði og eitt belti

Steini:
Samúel

Ég var að gera við svona farartæki um daginn.
Eitthvað kom hingað til lands af þessu um 1980.
Þau voru framleidd af Chrysler.

Ég held að eftirfarandi uppl séu réttar:
Mótorinn tvígengis 134 cc.
10 hestöfl við 6000 snúninga.
Miðflóttaaflskúpling, 1 gír.

Frekari uppl:
http://www.sno-runner.com/

Þau eru til sölu á ebay af og til, hér er eitt.
http://cgi.ebay.com/ebaymotors/ws/eBayISAPI.dll?ViewItem&item=2459317374&category=6736

Steini

Navigation

[0] Message Index

Go to full version