Author Topic: Stutt heimildarmynd um íslenska bílamenningu  (Read 2113 times)

Offline 322

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 1
    • View Profile
Stutt heimildarmynd um íslenska bílamenningu
« on: August 29, 2013, 15:25:17 »
Ég er í Kvikmyndaskólanum og er að vinna að heimildarmynd. Mig langar til að taka fyrir bílamenninguna á Íslandi.

Ég er með áherslu á breytta bíla en er samt að fjalla um bílamenninguna bara almennt. En það ætti að vera þónokkur slatti af breyttum bílum hérna.
Er einhver sem vill koma í stutt spjall og sýna sig og bílinn?
Þeir sem eru á götulöglegum bílum og vantar afsökun til að kíkja á rúntinn þá ætla ég á rúntinn á laugardaginn 31. og væri alveg til í að fá að fara með einhverjum í einn hring. Fínt fyrir ykkur að sýna sig aðeins í bænum eftir keppni.

Ég ætla líka að reyna að mæta og taka upp myndbrot úr kvartmílunni á laugardag.

Ef einhver vill bjóða mér í heimsókn upp í skúr sem er að vinna í einhverju spennandi verkefni þá væri ég vel til í það líka. Sjá hvað menn eru að gera þar.

Ef einhverjum langar að spóla smá fyrir framan myndavélina líka þá kvarta ég ekki undan því.

Þeir sem hafa áhuga mega endilega senda mér skilaboð með uppl. um tækin sín og ástand þeirra (gangfær eða í pörtum upp í skúr) ásamt símanúmeri.