Kvartmílan > GM

Pontiac Firebird 1993

(1/2) > >>

svenni bmw:
Þessum finnst ekki leiðinlegt að búa til dekkjareyk sérstaklega eftir að hann fékk 15" andstætt við það sem maður hefði haldið þá liggur kvikindið betur, trakkar betur og steinhætti að elta hjólför eftir að 17" var rifin undan =D>         kveðja svenni

Hr.Cummins:
Var hann ekki bara á felgum með of vítt offset... ??

BMW felgur eru t.d. ekki með rétt offset... en myndi samt alltaf halda að það væri eitthvað slit í hjólabúnaði... ætti ekki að vera eitthvað óþolandi...

Hef oft keyrt 3-series BMW með 5series felgum (sitthvort offsetið) og það hefur alveg verið í lagi... oft alveg 265 að aftan og 235 að framan...

530d hjá mér var á 275 að framan og 315 að aftan... og það var ekkert vesen... rásaði lítið sem ekkert...

svenni bmw:
Hann var á þessari stærð eins og þessi 530 bíll en ég held að bmw komi alltaf til að eiga vinninginn í beygjum þar sem Firebirdinn er á hásingu en á beinu brautinni hefur sjálsagt ameríkuhreppur vinninginn \:D/ en að öllu gamni slepptu þá hef ég ekki fundið slit í hjólabúnaðinum enda búið að endurnýja hann talsvert og setja einhverja ofurfjöðrun sem ætti þó ekki að hafa áhrif á rás, kannski bara leðinda 17" dekk frá kína? :-k            kveðja svenni

Hr.Cummins:
Er nú ekkert viss um að þessi Firebird hefði neitt haft þennan 530d á beinu brautinni...

Nema hann fari neðar en 13,7sek en ég veit það ekki.... sé hann bara að utan á myndinni :)

Hverju sem að því líður þá held ég að þetta snúist um offset (backspace) sporvíddin brenglast...

Hvernig felgur voru þetta ??

svenni bmw:
Ég veit ekki hvað þessar felgur heita þær eru bara í geymslu, ætli ég reyni ekki að selja þær eða láta þær fylgja bílnum ef ég sel hann einhverntímann :-k
Hann fór í dag í vetrargeymslu úti á landi vonandi verður komið sæmilegt veður í mars, seinastalagi apríl til að sækja kvikindið \:D/       kveðja svenni

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version