Ef regulatorinn sem þú ert með notar ekki bakflæði þá blindarðu bara bakflæðis slönguna og fjarlægir original dæluna úr tankinum og setur rör í hennar stað sem sogar upp úr botninum á tankinum fyrir nýju dæluna.
Það er hinsvegar ekkert sem mælir gegn því að nota bara original dæluna sem er í tanknum til þess að dæla inn á blöndunginn, til þess þarftu bara regulator með bakaflæði svo þú getir stillt bensínþrýstinginn niður í eitthvað sem hæfir blöndungnum.