sælt veri fólkið..
ég ákvað áðan að kippa drifinu úr Fordinum, og það voru allir búnir að telja mér trú um að það væri 9" Ford undir, en svo þegar ég fer að skoða þetta, þá sýnist mér þetta vera Dana44, þetta er allavega ekki 9" Ford.
Þannig,, hann er með 4.10:1 hlutfall, sem er alltof lágt í svona bíl, og ég er að leita mér að 2 eitthvað, eða 3 eitthvað á móti 1..
Og nú þarf ég ykkar aðstoð, ég þekki þetta drifdót ekkert, og er ekki að finna nein hlutföll á netinu sem eru 2:1,, eða nálægt þvi,,
Með hverju mælið þið? Bíllinn er ss. Fairlane 56, með big block 460. 15" dekk
Ég vil bara að þetta verði góður cruiser, eins og er þá er ég á 3000rpm á ca 80km hraða.. sem er ekkert sniðugt á svona big block sleða..
þessi númer eru á:
Kögglinum:
5 9 66 B
232 09 X
44 ST
Kambnum:
10 13 72 DANA
18520
A3E62
45-11
810
19 rillu öxlar
er ekki búinn að ná pinnjóninum úr