Kvartmílan > Aðstoð
Nissan Micra Sviss-lykil-loftnet örflaga - endurtekið vandamál - hættir að virka
(1/1)
Bjartsýnn:
Sælir,
Sonur minn er með Nissan Micra 1998 sem er búinn að vera með síendurtekið vandamál sl. 2-3 ár. Vandamálið fellst í því að loftnetið / skynjarinn fyrir örflöguna í lyklinum dettur alltaf úr sambandi / hættir að virka, NATS vandamál. Lýsingin á virkni er sú að bíllinn fer í gang en drepur á sér eftir örfáar sekundur og vélarljósið lýsir (man ekki hvort það blikkar eða ekki...).
Lausnin hefur verið að draga bílinn til umboðsaðila og lata hann 'kóða' lyklana inn aftur... þetta kostar ca. 5-6þús í hvert skiptið (höfum þó stundum sloppið með skrekkinn) og virkar frá 3 vikum upp í 3-4mánuði í einu... þá dettur þetta út aftur.
Þeir hjá umboðinu hafa sagt mér að það þurfi að skipta um loftnet (stykkið með hringnum við/á svissinum) en ég er búinn að lesa á netinu að hægt sé að taka þessa vörn úr sambandi. Eðlilega hefur umboðið ekki vilja staðfesta það (sem er mjög skiljanlegt).
Núna í vikunni talaði ég við einhvern nýjann hjá umboðinu og hann sagði mér að það væri EKKI nóg að skipta bara um stykkið hjá svissinum ! það þyrfti að skipta líka um tölvuna sem er einhversstaðar á bak við mælaborðið og ég þyrfti þar að auki að fá nýja lykla ! ! ! (takk fyrir ! það er ekki að fara að gerast ! Einhverntímann heyrði ég að þetta loftnet kostaði milli 50 og 60þús. og það er ekki að fara í svona gamlann bíl hjá mér ! ).
Hins vegar sagði þessi sem ég talað við hjá umboðinu í vikunni að það væri 'einhver kall úti í bæ' sem hefði verið að taka þessa læsingu úr sambandi !
Nú er mér spurn og leita því hér til mér fróðari manna : Veit einhver um þennann 'kall' eða kann einhver að taka þetta NATS úr sambandi ?
Fyrirfram takk fyrir hjálpina.
Kingo
ps. Þetta vandamal er orðið það þreytandi að uppi eru pælingar um að losa okkur við bílinn...
svenni bmw:
Það er tvennt sem getur valdið þessu og ólíklegt að það sé loftnetið utan um svissinn, en mjög þekkt er í þessum bílum að raki sem safnast saman í miðstöðinni dropi ofan á vélatölvuna og valdi sambansleysi í henni eða tenginu inn á hana (spannsgræna) stundum hægt að hreinsa, svo er lyklatalvan sjálf
inní hurðastafnum við hliðina á hanskahólfinu (mjög þröngt) og hefur bilað líka en hana er hægt að nota úr partabíl með því að forrita upp á nýtt eins er hægt að nota tölvu með sama partanúmeri ef hún er biluð, talvan er undir miðju mælaborðinu og ágætt að setja plast yfir hana til öryggis..... kveðja svenni :wink:
Navigation
[0] Message Index
Go to full version