Kvartmílan > Alls konar röfl

Pöntun á nýrri V8

(1/2) > >>

helgim:
Sælir.
Ég er í smá vandræðum... málið er að ég er með Lincoln Mark Viii sem ég er að dunda við að koma í það stand sem hann verðskuldar að vera í.
Persónulega finnst mér hann verðskulda töluvert fleiri hestöfl en þessi 4.6 vélin var með þarna árið ´95.

Upphaflega hugmyndin var að fara í stroker kit en svo er spurning hvort maður eigi ekki að kaupa bara almennilega vél í þetta.
Eina vandamálið er að ég hef ekki hugmynd um hvar ég kaupi vél í svona kvikyndi... einhverjar hugmyndir?

íbbiM:
í þessu tilfelli myndi ég fara í blásarakit

einarak:
Það er merkilega almennileg vél í þessu, 4.6l sem er tæp 300hö, álblokk og 4v álhedd. En það er frekar dýrt að tjúna þetta. Ef þú ætlar í alvoru power þá ferðu í forced induction (blásara/turbo). En ef þú villt bara aðeins hressa hana, þá geturu byrjað a longtubes, cobru milliheddi og aftermarket knastásum. Annars er vinsælt að svappa blowermótor úr 03 Cobra, hann passar beint í, en kostar bara 10.000$
Skoðaðu spjallið á modularmustangs.com þar er fullt af upplýsingum

helgim:
Takk fyrir góð svör.
Ég var að hugsa blower reyndar... en mér fannst það vera frekar dýr aðgerð þar sem mér finndist þá eina vitið að taka mótorinn upp í leiðinni þar sem hann er ekinn rúmlega 100.000 mílur.

Er ekki blower alltaf í kringum milljón kominn í sirka?
Hvað hafa menn verið að borga fyrir að taka upp mótor núna í kreppunni? Með efni og vinnu...

einarak:
blower kittin byrja í svona 4000$ (t.d. www.vortech.com  www.kennebell.net). Orginal mark viii mótorinn þolir ekkert boost, þannig að það þarf að skipta um sveifarás, stangir og stimpla. Rotating Assembly byrjar í svona 1300$ (t.d. http://www.modularmustangracing.com/  http://www.modmaxracing.com/). Svo er bara spurning hvað þú vilt gera, hvað þú villt eyða í þetta osf. Kraftmesta svona 4.6 4v vélin er einhversstaðar upp undir 2600hp á 65psi og 10.000rpm svo möguleikarnir eru þónokkrir...

Þessi er með stock block (4.6l álblokk) og orginal hedd (B-head, úr Mark VIII eða 96-98 cobra).
JOHN MIHOVETZ 6.05 @ 241MPH in ACCUFAB Mustang

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version