Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Tímar frá sandspyrnu á Sauðárkrók??

(1/3) > >>

Ingó:
Jæja.

Hvaða tíma voru menn að ná? Fróðlegt að sjá þá við hliðina á þeim tímum sem nást á Akureyri!!

kv Ingó.

Gretar Franksson.:
Sælir, menn voru einmitt að spá í hvort það væri mismunur á tímum í brautinni á Króknum annarsvega og Akureyri hinnsvegar.  Ég á best 3.41sek á Akureyri í fyrra og fór best núna á Króknum 3.44sek með sömu dekk og sömu vél. Held að aðrir keppendur hafi verið nálægt sínu bestu tímum. Það virtust vera lakari tímar fyrr um dagin hjá flestum og síðan betri timar seinna um daginn. T.d. fór ég 3.54 í tímatökum um morguninn og í keppninni 3.57. Í lokin Alltflokkur fór 3.44     Bjössi B.  á mótorhjóli fór betri tíma seinnipartinn.
 

Dodge:
Þetta var bara mjög trúlegur sandur núna, hefur hitt á rétta rakastigið, síðast þegar við vorum þarna þá var hann mun blautari og þá virtust flestir vera að keyra hátt í sec verri tíma en venjulega.

Kristján Skjóldal:
sandur á króknum er mjög  þungur!! svo að mér finnst þetta mjõg sanfærandi munur hjá td Gretari f sem er nú á dragga sem fer nánast alltaf eins ferðir.

Ingó:
Þetta er ótrúlega líkt miðað við að á Krókunum er sandur en á Akureyri er einskonar leir.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version