Author Topic: Ford 302 Aðstoð óskast  (Read 2301 times)

Offline Halli B

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.016
    • View Profile
Ford 302 Aðstoð óskast
« on: May 27, 2013, 21:06:21 »
Keyfti bíl um daginn með 5.0l Mótor, Fyrri eigandi hélt að mótor væri frostsprunginn en hafði lítið sem ekkert athugað það, Skipting og skaft lágu aftur í bílnum.

Við nánari athugun sá ég að einn af frosttöppunum hafði poppað úr blokkinni undir pústgrein.
Frosttappanum var komið fyrir, Skipting hengd á mótor og skaftið í.

Bíllinn flaug í gang í fyrsta starti og engin óhljóð í mótor en hinsvegar dropar vatn frekar hratt af bílnum og vatnið virðist koma eh staðar út á bakvið skiptinguna. Mér sýndist ég ekki sjá neitt að neinum öðrum töppum (gæti þó skjátlast).

Núna er einsog það sé vatn í mótorolíu og hún er orðin ljósgrá :(

Hvað segiði spekingar með þetta? Er ekki ólíklegt að það sé frostsprunga í blokk ef að tappinn hefur poppað úr?? Er einhver leið fyrir vatn til að komast í olíu á bakvið skiptinguna  ](*,)

Hvað er til ráða??

Með fyrirfram þökkum

Halli Bogi
1965 Oldsmobile F85 hardtop

Offline binni kall

  • In the pit
  • **
  • Posts: 95
    • View Profile
Re: Ford 302 Aðstoð óskast
« Reply #1 on: May 31, 2013, 17:38:58 »
spurning hvort þetta komi aftan af heddinu ef svo er þetta sennilegast pakkning. annars hljómar þetta eins og frostsprunga í blokk